Æfðu þig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Ingrid Kuhlman skrifar 4. júní 2025 08:02 Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum sterkra tengsla er að vera til staðar fyrir fólk. Annað ekki síður mikilvægt atriði er að gleðjast með fólki þegar því gengur vel. Þar kemur að gagni samtalstækni sem nefnist Active Constructive Responding (ACR) – eða virk og uppbyggileg svörun. ACR er gagnreynd aðferð sem getur stórbætt samskipti, hvort sem um er að ræða persónuleg eða fagleg sambönd. Sálfræðingurinn Shelly Gable sýndi fram á að viðbrögð okkar við gleðifréttum annarra hefur veruleg áhrif á traust, nánd og ánægju í samskiptum. Rannsóknir sýna að ACR er ein áhrifaríkasta leiðin til að bregðast við góðum fréttum annarra: hún sýnir að þú hlustar, ert til staðar og samgleðst þeim af heilum hug. Hvernig virkar ACR? Þegar einhver deilir gleðifréttum með þér skaltu gefa þér tíma til að sýna einlægan áhuga og forvitni, láta jákvæðnina smitast og taka þátt í augnablikinu. Veittu viðkomandi óskipta athygli, haltu augnsambandi og tjáðu með bæði orðum og líkamsmáli að þú sért virkilega til staðar. Spyrðu spurninga sem dýpka gleðina, til dæmis „Hvað ætlarðu að gera til að fagna þessu?“ Markmiðið er að styðja við og viðhalda gleði viðmælandans – ekki að draga úr henni, breyta umræðuefninu eða beina samtalinu að þér. Gríptu þetta dýrmæta augnablik til að styrkja tengsl og traust á milli ykkar. Hér er dæmi: Vinur: „Ég fékk loksins stöðuhækkunina!“ ACR viðbragð: „En ánægjulegt! Ég veit hvað þú hefur lagt hart að þér. Hvað sagði yfirmaðurinn? Hvenær byrjarðu í nýju stöðunni? Hvernig líður þér með þetta?“ Slík viðbrögð sýna samkennd og hjálpa hinum að njóta augnabliksins til fulls. ACR styrkir ekki aðeins upplifun viðmælandans heldur eykur einnig þína eigin nærveru og samkennd. Hinar þrjár gerðir svörunar eru (sjá mynd): 1. Óvirk-uppbyggileg viðbrögð (Passive-Constructive): Þótt orðin séu jákvæð, vantar nærveru, tengingu og þátttöku í augnablikinu. Slík viðbrögð drepa umræðuna áður en hún nær flugi. „Já, flott.“ (á meðan þú heldur áfram að skoða símann). 2. Virk-niðurbrjótandi (Active-Destructive): Viðbrögðin eru áhugasöm, en í neikvæðum eða gagnrýnum tón. Þau draga úr jákvæðri upplifun viðmælandans og varpa skugga á gleðina. „Verður þetta ekki of mikið stress fyrir þig? Þetta er heilmikil ábyrgð. Sagðist þú ekki vilja verja meiri tíma með kærastanum?” 3. Óvirk-niðurbrjótandi (Passive-Destructive): Viðbrögðin sýna hvorki áhuga né fagnað heldur beina athyglinni að sjálfum þér. Viðmælandinn getur fundið fyrir afskiptaleysi eða vanvirðingu. „Æ, frábært. En veistu hvað? Ég fékk inn í háskólanám í Bandaríkjunum.” Þegar við bregðumst við gleðifréttum með áhugaleysi, sjálfvirkni eða neikvæðum hætti, glötum við dýrmætu tækifæri til að styrkja tengslin við viðmælandann. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) sýna hvað skiptir máli í samskiptum: að vera til staðar, taka þátt og gleðjast af einlægni með öðrum. Að æfa sig í virkum og uppbyggilegum viðbrögðum Hér er einföld þriggja skrefa æfing sem hjálpar þér að tileinka þér þessa áhrifaríku samskiptatækni: Skref 1: Taktu eftir því þegar fólk í kringum þig deilir jákvæðum fréttum, stórum sem smáum. Dæmi: „Ég eldaði gómsætan kvöldmat í gær.” „Ég komst inn í námið sem ég sótti um!“ „Barnið mitt svaf alla nóttina í fyrsta sinn.“ „Við kláruðum verkefnið okkar fyrr en áætlað var.“ Skref 2: Svaraðu með með virkum og uppbyggilegum hætti. Til að sýna einlægan stuðning og þátttöku skaltu: hætta því sem þú ert að gera, t.d. leggja símann frá þér horfa á manneskjuna og hlusta af athygli sýna einlæga gleði með brosi, hljóði eða líkamsmáli spyrja opinna spurninga, t.d. „Hvernig var tilfinningin?” eða „Hvernig ætlarðu að fagna þessu?” deila gleðinni —fagna með viðkomandi Skref 3: Hugleiðing (valkvætt en áhrifaríkt) Eftir samtalið getur verið gagnlegt að íhuga og skrá: Hver deildi gleðifréttunum? Um hvað snerust þær? Hvernig brást þú við? Hvernig brást manneskjan við þínum viðbrögðum? Hvernig leið þér með þessi viðbrögð? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Lokaorð Að vera til staðar fyrir aðra í gleðistundum styrkir tengsl, dýpkar traust og eykur nánd. Virk og uppbyggileg viðbrögð (ACR) eru ekki flókin en þau krefjast meðvitundar og æfingar. Með því að veita öðrum einlæga athygli, samkennd og þátttöku gefum við þeim það sem allir þurfa: að vera séðir og metnir. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun