Sjúkraþyrlu sem allra fyrst, kerfi sem veitir lífsbjörg Gunnar Svanur Einarsson skrifar 2. júní 2025 13:00 Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar