Ertu klár? Jakob Smári Magnússon skrifar 3. júní 2025 12:01 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar