Ísland verður að vernda hafið og fiskimiðin frá námuvinnslu á hafsbotni Laura Sólveig Lefort Scheefer, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Belén García Ovide og Huld Hafliðadóttir skrifa 3. júní 2025 13:00 Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun