Þegar ég fékk séns Heiða Ingimarsdóttir skrifar 5. júní 2025 07:02 „Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér en mig langaði að senda þér smá skilaboð og þakka þér fyrir að vera sú sem þú ert og fyrir að greinilega sjá eitthvað í fólki og hafa mannlega hlið sem er ekki ferhyrnd og setur fólk í kassa :) Málið er að 2012 sótti ég um nám í Keili. Ég stóð á tímamótum, allt í einu einstæð með eina 3 ára snúllu og 1 árs snúð. Ég var ekki í vinnu og ég var ómenntuð að kalla. Við mér blasti hark, peninga- og tímaleysi sem myndi bitna á mér og krílunum mínum. Til þess eins að eiga fyrir reikningunum. Frænka mín hvatti mig til að sækja um í Keili og ég sótti því um og beið svars en endaði svo á að hringja og fylgja eftir umsókninni og fékk samband við þig. Ég sagði þér að að ég hefði sótt um og hvaða hvatar lægju að baki. Ég sagðist líka vita að ég væri ekki búin með þá stærðfræði sem þyrfti til að uppfylla inntökuskilyrði en lofaði að ég myndi leggja extra hart að mér í því fagi. Mig vantaði einnig nokkrar almennar einingar í viðbót. Við spjölluðum í smá tíma og allt í einu sagðiðu: ,,Til hamingju, þú ert komin inn í Keili!“ Ég fór næstum að skæla. Ég stóð mig með eindæmum vel, þó ég segi sjálf frá. Útskrifaðist með rúmlega 9 í meðaleinkun þrátt fyrir að vera ein með þessi kríli mín og það að strákurinn minn var mikið lasinn vegna myglu í íbúð. Í dag er ég að klára Bachelor í miðlun og almannatengslum á Bifröst. Það er búið að bjóða mér í starfsviðtal sem almannatengill og ég er að sækja um nám í Leeds sem heitir Corporate Communications, Marketing and Public Realtions. Ég trúi því að vissir atburðir og fólk breyti lífi okkar og stefnu og ég trúi því að þú sért ein af þeim manneskjum í mínu lífi. Þú sást eitthvað í þessari örvæntingafullu einstæðu móður og gafst henni séns og nú trúi ég því að mér séu allir vegir færir J Strax á meðan námi stóð í Keili fann ég sjálfstraustið aukast á ótrúlegustu sviðum og áframhaldandi skólaganga og lífið hefur svo styrkt það. Takk fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi og gefa mér lykilinn að frekara námi! <3“ Þetta eru skilaboð sem ég sendi á starfsmann Keilis árið 2017. Síðan þá hef ég lokið téðum master og bætt við mig diplómu. Ég get séð fyrir mér og fjölskyldunni minni og lífsgæði mín eru langt um betri en þau hefðu að öllum líkindum annars verið. Þarna fékk mennskan að ráða. Þarna fékk önnur mælistika en hreinar einkunnir að hafa áhrif á ákvarðannatöku. Svarið sem ég fékk var að við hverja inntöku hefði verið samkomulag um að þær sem sáu um innritun mættu samþykkja einn nemenda sem ekki uppfyllti skilyrði. Ég var sá nemandi þessa önn. Í skólanum voru einnig nemendur með háar einkunnir, sem komust inn á þeim og því að uppfylla skilyrðin. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp sem heimilar framhaldsskólum að horfa til fleiri þátta en bara einkunna við inntöku. Enginn skóli verður skyldaður til þess, en heimildin verður til staðar. Það er svo þeirra að meta hvernig og hvort þeir noti slíkt jöfnunartól, hvort þeir gefi fleirum tækifæri en bara þeim einkunnahæstu. Það tækifæri var mér dýrmætt. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar