Þegar samfélagið þagnar Benóný Valur Jakobsson skrifar 4. júní 2025 16:32 Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Norðurþing Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það er ekki svo langt síðan „samfélag“ var ekki bara orð. Það var andrúmsloft, óskrifuð regla, ósýnilegur strengur á milli fólks. Það var að ganga inn í sjoppuna og vita að einhver vissi hvað þú hétir og hafði áhuga á því hvað þú hafðir fyrir stafni. Það var að mæta í jarðarför og kveðja ekki bara manneskjuna sem féll frá, heldur þátttöku hennar í lífi bæjarins. Það var að vera hluti af einhverju sem var stærra en maður sjálfur, en samt hlýtt og aðgengilegt. Fólk fann að það tilheyrði samfélagi. Á Húsavík var sterkt samfélag og það eru enn leifar af því. En eitthvað hefur breyst. Við eigum það til að leita skýringa og greina breytingar á atvinnulífi, tækni eða stjórnmálum, því sannarlega hafa þær áhrif. En stundum er það tíðarandinn sjálfur sem læðist inn og breytir því hvernig við hugsum. Við erum sífellt í samskiptum, en síður í tengslum. Við vitum meira um fólk í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Kaliforníu en við vitum um fólkið sem býr í húsinu við hliðina. Þegar samfélagið þagnar gerist það hægt. Við hættum að mæta. Fyrst í félagsheimilin, svo á þorrablótið, svo á Mærudaga. Við byrjum að panta hluti á netinu því það er aðeins auðveldara og hættum að styðja verslunina sem hefur haldið hurðinni opinni í áratugi. Við förum í leikhús eða á tónleika annars staðar en hér heima, af því að „þar er meira í boði“. En því sem við gleymum er að við erum lykillinn að því sem er í boði. Ef fólkið í samfélaginu mætir ekki, þá þurrkast þjónustan út. Samfélag er ekki eitthvað sem er alltaf til staðar. Það er eitthvað sem verður til. Það myndast þegar fólk kemur saman, horfir hvert á annað, hlær saman, syrgir saman, klappar, skammar og knúsar. Þegar við mætum í leikhús – ekki bara til að sjá leikritið, heldur til að vera með fólkinu í sal og sviði sem saman býr til töfra leikhússins. Þegar við klæðum okkur upp fyrir þorrablót, ekki af því að við höfum alltaf elskað sviðasultu, heldur af því að það skiptir máli að við hittumst og nærum samfélagið. Þegar við tökum þátt í Mærudögum og leyfum bænum að verða vettvangur gleði, hláturs og ævilangra minninga. Samfélag byggist ekki á viðburðunum einum – heldur á því að við sýnum hvert öðru að við séum til. Að við eigum þetta saman. Það er auðvelt að halda því fram að samfélag hverfi af sjálfu sér – að það sé hluti af þróuninni, af nútímanum. En það sem hverfur, ef við pössum ekki upp á það, er ekki bara samveran heldur tilfinningin að við séum ekki ein. Samfélag er móteitrið við einmanaleika, við að vera týnd í tóminu þó að það sé fullt af fólki í kringum þig. Við höfum enn möguleika á að spyrna við. Ef samfélagið er að þagna, getum við svarað með sterkri rödd. Með mætingu. Með nærveru. Með því að velja að versla hér. Mæta hér. Vera hér. Samfélag er ekki hugtak sem tilheyrir fortíðinni. Það er ákvörðun fólks á hverjum einasta degi að velja að tilheyra samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðurþingi
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun