Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna Anna Linda Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2025 15:02 Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun