Faglegt mat eða lukka? IV. Faglegt mat og ósvaraðar spurningar Bogi Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 08:01 Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun