Ósk um sérbýli, garð og rólegt umhverfi dregur fólk frá höfuðborgarsvæðinu Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2025 13:01 Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Viðfangsefni nýrrar meistararitgerðar í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands kannar hvers vegna fólk ákveður að flytja frá höfuðborgarsvæðinu til nálægra þéttbýlisstaða innan vinnusóknarsvæðis þess og hvaða þættir tengdir búsetuóskum og vali á ferðamáta skipta mestu máli við þá ákvörðun. Rannsóknin beindist að Selfossi sem tilvik rannsóknarinnar, en bærinn hefur vaxið ört á undanförnum árum. Af hverju er viðfangsefnið mikilvægt fyrir skipulagsmál á Íslandi? Á síðustu tíu árum hefur íbúum sveitarfélaga á þéttbýlisstöðum í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins fjölgað hraðar en innan borgarinnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem Selfoss er stærsti þéttbýlisstaðurinn, hefur íbúum fjölgað um 49%, úr rúmlega 8.000 í 12.000 íbúa, á meðan fjölgunin hefur aðeins verið 19% á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða hefur umferð á stofnbrautum frá höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann aukist verulega með tilheyrandi álagi á vegakerfið, en til dæmis hefur umferð aukist um 88% á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessi þróun vekur upp spurningar um á hvaða forsendum íbúar á þéttbýlisstöðum í kringum höfuðborgarsvæðið taka ákvörðun um að búa lengra frá vinnustað og hvort búsetuóskir þeirra vegi þyngra en aðrir þættir, svo sem lengri ferðatími til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðið. Markmið og aðferð Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir tengdir búsetuóskum skipta mestu máli þegar tekin er ákvörðun um að flytja til nærliggjandi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins innan vinnusóknarsvæðis þess og hvernig val á ferðamáta til og frá vinnu hefur áhrif á þá ákvörðun. Leitast var við að svara því að hvaða marki búsetuóskir hafa áhrif á flutninga til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins á Íslandi og hvernig þær tengjast ferðamöguleikum til og frá vinnu. Spurningakönnun var lögð fyrir nýaðflutta íbúa Selfoss, sem flutt höfðu frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 2020 til 2024. 48 íbúar svöruðu könnunni á þeim tíu dögum sem hún var opin og svarhlutfallið var 22%. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjá íbúa til að fá dýpri innsýn í viðhorf þeirra og til frekari skýringa á svörum sem vöktu sérstaka athygli við greiningu svara úr könnuninni. Svarendur samanstóðu að mestu leyti að barnafjölskyldum og eldri hjónum. Helstu niðurstöður Niðurstöður sýna að búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og rólegt og fjölskylduvænt umhverfi voru meginástæður flutnings. Margir nefndu að stærra húsnæði á lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu hefði skipti miklu máli og samkvæmt niðurstöðum búa nú 88% íbúa í sérbýli, svo sem einbýli, par- eða raðhúsi, en 68% íbúa bjuggu áður í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Flestir íbúar voru tilbúnir að sætta sig við lengri ferðatíma á einkabíl til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf fjölskyldunnar. Almenningssamgöngur voru almennt ekki taldar raunhæfur valkostur til vinnuferða vegna takmarkaðs aðgengis, langs ferðatíma og lítillar tíðni. Þýðing niðurstaðna fyrir skipulagsmál á Íslandi Rannsóknin varpar ljósi á hvernig mismunandi persónulegar óskir og kerfislægir þættir móta búsetuóskir og val á ferðamáta íbúa á jaðri vinnusóknarsvæðisins. Hún undirstrikar mikilvægi þess að stefnumótun í skipulags- og samgöngumálum á Íslandi taki mið af fjölbreyttum búsetuóskum og ólíkum þörfum íbúa, ef ætlunin er að draga úr útþenslu byggðar, álagi á vegakerfi og stuðla að sjálfbærri þróun byggðar með vistvænum ferðamátum. Mikilvægt er að skipulags- og húsnæðisstefna á höfuðborgarsvæðinu taki meira tillit til fjölbreyttra húsnæðisþarfa, sérstaklega barnafjölskyldna ef ætlunin er að halda þeim á höfuðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að draga úr álagi á stofnbrautir til höfuðborgarsvæðisins og draga úr umferðarröðum við sitthvorn endann við Ölfusárbrú og Rauðavatn, þegar fleiri ferðast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á einkabíl, þá þarf að hvetja til sjálfbærari ferðavenja, meðal annars með því að efla almenningssamgöngur. Þar mætti horfa til nýrra lausna, svo sem uppbyggingar hagkvæmra tengimiðstöðva (e. park and ride system) við borgarmörkin, þar sem íbúar frá nærliggjandi þéttbýlisstöðum geta lagt bílnum við bílastæðahús og haldið svo ferð sinni áfram með almenningssamgöngum á forgangsakreinum inn á helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins. Slíkt myndi stytta ferðatíma, bæta nýtingu strætó og létta á umferð. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar með Selfoss sem tilvik má leiða líkum að því að til að sporna við frekari aukningu umferðar þarf að bregðast við rót vandans og afleiðingum hans. Vandamálið felst meðal annars í skorti á fjölbreyttum og fjölskylduvænum búsetukostum innan höfuðborgarsvæðisins og veikri stöðu almenningssamgangna sem raunhæfs valkostar gagnvart einkabílnum. Til að ná árangri þarf að samþætta samgöngustefnu, húsnæðisstefnu og skipulagstefnu þannig að þær styðji hver við aðra og leiði til raunverulegra valkosta fyrir íbúa. Ef sambærileg búsetugæði og á Selfossi væru í vaxandi mæli í boði í borginni þá má draga þá ályktun að líklega myndu færri flytja út fyrir borgarmörkin, þar sem flestir virðast vilja vinna á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er mikilvægt að sveitarfélög eins og Árborg skipuleggi uppbyggingu með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Þar skiptir máli að byggð verði samfelld, fjölbreytt og tengd skilvirkum samgöngum, ef draga á úr notkun á einkabílnum og hvetja fleiri til að nota aðra raunhæfa ferðamáta. Rannsóknin gefur mikilvægar vísbendingar um þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Í framtíðarverkefnum væri áhugavert að skoða fleiri þéttbýlisstaði á jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, svo sem Hveragerði, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ og Akranes til að greina hvort sambærileg mynstur komi fram milli sveitarfélaga eða landshluta. Það myndi einnig stækka úrtakið og efla áreiðanleika niðurstaðna enn frekari með fjölbreyttari innsýn í upplifun íbúa. Um ritgerðina Grein þessi byggir á meistararitgerð sem unnin var við námsbraut í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknin var styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og tekur til samspils búsetuóska og vali á ferðamáta í íslensku samhengi utan höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin verður birt á Skemmunni við útskrift 6. júní næstkomandi. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun