Kolbrún og Kafka Pétur Orri Pétursson skrifar 7. júní 2025 14:33 Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. Mér kemur hér Kafka til hugar því alltof margir hugmyndaríkir menn sem eiga erindi í þjóðfélagsumræðuna veigra sér við að tjá sig af ótta við að verða ekki teknir alvarlega, verða jafnvel að athlægi eða úthrópaðir. Undanfarið hafa skólamál verið hávær í þjóðfélagsumræðunni sem er jákvætt í alla staði. Auk þess hef ég sjálfur stigið mín fyrstu skref í opinberri umræðu og tjáð skoðanir mínar á skólamálunum, en fyrir skemmstu lauk ég stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Ég taldi mig eiga erindi í umræðuna, hafa til að bera sjónarhorn sem litla athygli hefði fengið en skipti máli að kæmi fram. Í byrjun þessa árs var ég langt frá því að vera sáttur með grunna og einhliða umræðu um yfirstandandi og yfirvofandi kennaraverkföll. Ég hreinlega trúði því ekki að í umræðunni virtist afleit staða menntunar hér á landi ekki skipta neinu máli, um ekkert annað var rætt en starfskjör kennara. Í kjölfarið setti ég niður penna og ritaði grein sem fékk heitið „Af hverju þegir Versló?“ Hún vakti mikla athygli og umræður. Ólíkt Kafka ákvað ég að tala, en ekki þegja. Eftir miklar áhyggjur mínar á ósamræmi í námsmati grunnskólanna og augljósu ójafnræði við inngöngu í framhaldsskóla (sem nú virðist eiga að lögfesta) skrifaði ég aðra grein þar sem ég kallaði eftir ábyrgð frá mínum skóla, Verzlunarskólanum, og stjórnendum hans. Ég kallaði eftir þeirri augljósu lausn sem inntökupróf í skólann væri. Sú grein vakti enn meiri athygli og af henni er ég mjög stoltur. Í báðum tilvikum ákvað ég að stíga fram og segja frá málunum eins og þau horfðu við mér. Því sjónarhorni sem mér fannst oft vera hunsað, sjónarhorni námsmanna sjálfra. Nóg var komið af skrifum, mig langaði að ganga lengra og hafa áhrif. Við Íslendingar erum svo lánsamir að búa við virkt lýðræði, þannig að sérhver einstaklingur getur lýst skoðun sinni á málum sem liggja á borðum valdhafanna og jafnvel fengið áheyrn. Við Eva Sóley Sigsteinsdóttir, skólasystir mín í Verzlunarskólanum, ákváðum að skila inn umsögn við frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra sem við blasti að myndi hafa beinar afleiðingar á okkur framhaldsskólanemendur. Samkvæmt frumvarpinu skyldi innleitt nýtt og ógagnsætt kerfi við innritun við framhaldsskólana og nemendafélög svipt sjálfstæði. Auk þess óskuðum við eftir því að kynna fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis áhyggjur af frumvarpinu sem því miður var samþykkt í gær, það fengum við ekki, en þó voru þeir Jón Pétur Zimsen og Snorri Másson áhugasamir um okkar rödd og buðu okkur Evu á fund með þeim. Ég er þó ekki eingöngu að skrifa þennan pistil um minn stutta feril í opinberri umræðu, ég skrifa þennan pistil vegna þess að Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, ákvað í ræðustól hins háa Alþingis að efast um tilvist minnar raddar. Hún hélt því fram, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir framhaldsskólanemendur sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat grunnskólanna væru ómarktækir. Í þeim hópi voru fjögur ungmenni, tvær stúlkur úr Menntaskólanum í Reykjavík og síðan við Eva Sóley úr Verzlunarskólanum. Kolbrún lét þau undarlegu ummæli falla að við værum að einhverju leyti „sérvalin“ og að við hefðum „jafnvel fengið að vita hvað við áttum að segja“ eins og hún orðaði það. Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt. Það hefði án efa hentað Kolbrúnu betur ef við ungmennin hefðum kosið að þegja eins og Kafka, lokað okkur af og skrifað í leyni, en það gerum við ekki. Það eru augljósar glufur í því frumvarpi sem var samþykkt í gær, og slíkt hið sama má segja um það frumvarp sem varðar innritun í framhaldsskólana sem enn situr í nefnd. Það er gild ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessum glufum. Við ungmennin höfum áhyggjur af báðum þessum frumvörpum og vonumst að sjálfsögðu eftir samtali við nefndina til þess að deila þeim áhyggjum með þeim þingmönnum sem þar eiga sæti. En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti. Ég vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja okkur afsökunar á þeim meiðandi ummælum sem hún lét falla í okkar garð í ræðustól Alþingis í gær. Á sama tíma vil ég þakka Jóni Pétri Zimsen fyrir að sýna okkur þá lágmarksvirðingu sem við eigum skilið með því að stíga strax upp í pontu og leiðrétta þessa vanvirðandi framkomu Kolbrúnar. Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti. Höfundur er nýstúdent frá Verslunarskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. Mér kemur hér Kafka til hugar því alltof margir hugmyndaríkir menn sem eiga erindi í þjóðfélagsumræðuna veigra sér við að tjá sig af ótta við að verða ekki teknir alvarlega, verða jafnvel að athlægi eða úthrópaðir. Undanfarið hafa skólamál verið hávær í þjóðfélagsumræðunni sem er jákvætt í alla staði. Auk þess hef ég sjálfur stigið mín fyrstu skref í opinberri umræðu og tjáð skoðanir mínar á skólamálunum, en fyrir skemmstu lauk ég stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Ég taldi mig eiga erindi í umræðuna, hafa til að bera sjónarhorn sem litla athygli hefði fengið en skipti máli að kæmi fram. Í byrjun þessa árs var ég langt frá því að vera sáttur með grunna og einhliða umræðu um yfirstandandi og yfirvofandi kennaraverkföll. Ég hreinlega trúði því ekki að í umræðunni virtist afleit staða menntunar hér á landi ekki skipta neinu máli, um ekkert annað var rætt en starfskjör kennara. Í kjölfarið setti ég niður penna og ritaði grein sem fékk heitið „Af hverju þegir Versló?“ Hún vakti mikla athygli og umræður. Ólíkt Kafka ákvað ég að tala, en ekki þegja. Eftir miklar áhyggjur mínar á ósamræmi í námsmati grunnskólanna og augljósu ójafnræði við inngöngu í framhaldsskóla (sem nú virðist eiga að lögfesta) skrifaði ég aðra grein þar sem ég kallaði eftir ábyrgð frá mínum skóla, Verzlunarskólanum, og stjórnendum hans. Ég kallaði eftir þeirri augljósu lausn sem inntökupróf í skólann væri. Sú grein vakti enn meiri athygli og af henni er ég mjög stoltur. Í báðum tilvikum ákvað ég að stíga fram og segja frá málunum eins og þau horfðu við mér. Því sjónarhorni sem mér fannst oft vera hunsað, sjónarhorni námsmanna sjálfra. Nóg var komið af skrifum, mig langaði að ganga lengra og hafa áhrif. Við Íslendingar erum svo lánsamir að búa við virkt lýðræði, þannig að sérhver einstaklingur getur lýst skoðun sinni á málum sem liggja á borðum valdhafanna og jafnvel fengið áheyrn. Við Eva Sóley Sigsteinsdóttir, skólasystir mín í Verzlunarskólanum, ákváðum að skila inn umsögn við frumvarp Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra sem við blasti að myndi hafa beinar afleiðingar á okkur framhaldsskólanemendur. Samkvæmt frumvarpinu skyldi innleitt nýtt og ógagnsætt kerfi við innritun við framhaldsskólana og nemendafélög svipt sjálfstæði. Auk þess óskuðum við eftir því að kynna fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis áhyggjur af frumvarpinu sem því miður var samþykkt í gær, það fengum við ekki, en þó voru þeir Jón Pétur Zimsen og Snorri Másson áhugasamir um okkar rödd og buðu okkur Evu á fund með þeim. Ég er þó ekki eingöngu að skrifa þennan pistil um minn stutta feril í opinberri umræðu, ég skrifa þennan pistil vegna þess að Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, ákvað í ræðustól hins háa Alþingis að efast um tilvist minnar raddar. Hún hélt því fram, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir framhaldsskólanemendur sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat grunnskólanna væru ómarktækir. Í þeim hópi voru fjögur ungmenni, tvær stúlkur úr Menntaskólanum í Reykjavík og síðan við Eva Sóley úr Verzlunarskólanum. Kolbrún lét þau undarlegu ummæli falla að við værum að einhverju leyti „sérvalin“ og að við hefðum „jafnvel fengið að vita hvað við áttum að segja“ eins og hún orðaði það. Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt. Það hefði án efa hentað Kolbrúnu betur ef við ungmennin hefðum kosið að þegja eins og Kafka, lokað okkur af og skrifað í leyni, en það gerum við ekki. Það eru augljósar glufur í því frumvarpi sem var samþykkt í gær, og slíkt hið sama má segja um það frumvarp sem varðar innritun í framhaldsskólana sem enn situr í nefnd. Það er gild ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessum glufum. Við ungmennin höfum áhyggjur af báðum þessum frumvörpum og vonumst að sjálfsögðu eftir samtali við nefndina til þess að deila þeim áhyggjum með þeim þingmönnum sem þar eiga sæti. En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti. Ég vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja okkur afsökunar á þeim meiðandi ummælum sem hún lét falla í okkar garð í ræðustól Alþingis í gær. Á sama tíma vil ég þakka Jóni Pétri Zimsen fyrir að sýna okkur þá lágmarksvirðingu sem við eigum skilið með því að stíga strax upp í pontu og leiðrétta þessa vanvirðandi framkomu Kolbrúnar. Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti. Höfundur er nýstúdent frá Verslunarskóla Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun