(orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar 17. júní 2025 08:02 Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun