Kolbrún svarar í engu kröfu um að hún skuldi afsökunarbeiðni Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 15:51 Bæði Diljá Karen og Pétur Orri telja vert að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir biðji þau afsökunar á ummælum sínum en ekkert næst í Kolbrúnu. Vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður Flokks fólksins lætur ekki ná í sig en Vísir hefur reynt að ná tali af henni núna í nokkra daga vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla í síðustu viku. Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“ Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“
Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32
Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?