Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll Telma Sigtryggsdóttir skrifar 12. júní 2025 09:01 Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Flest okkar lenda í því á lífsleiðinni að glíma við þunglyndi, kvíða og áföll. Ef vandinn er vægur til miðlungs í alvarleika, þá er ætlast til þess að við sækjum aðstoð til heilsugæslunnar. Þar fer fram mat á vanda og eftir atvikum sálfræðimeðferð. Þetta er kallað innan heilbrigðisþjónustunnar fyrsta stigs úrræði. Á málþingi ÖBÍ réttindasamtaka í vor kom greinileg fram að úrræðið stendur ekki öllum til boða. Bæði búseta, önnur veikindi og fötlun getur sett strik í reikninginn og útilokað fólk frá sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Það er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið í heild átti sig á því að fólk í hjólastól getur þurft á hópmeðferð að halda, að heyrnarlausir geti glímt við streitu og að fólk með þroskahömlun tekst líka á við missi. Þannig þarf að vera reynsla, sérhæfing og aðstaða til þess að taka á móti þeim fjölbreytta hópi sem gæti þurft á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Það má sérstaklega benda á hóp einstaklinga með einhverfugreiningu sem festast í limbo í kerfinu. Því þegar einstaklingar eru komnir með greiningu og upplifa kvíða eða þunglyndi í kjölfar áfalls þá fá þeir ekki aðgang að þjónustu á fyrsta stigi þar sem að fáir innan heilsugæslunnar eru með menntun til þess að aðstoða, en jafnframt eru veikindin ekki nægilega mikil til þess að komast í sérhæfð úrræði. Þetta getur leitt til þess að í stað þess að hægt sé að grípa inn snemma og veita einstaklingnum þau bjargráð sem þarf þá ágerast veikindin. Þannig er hópur fatlaðs fólks útilokaður frá þjónustunni. Í aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að sérstök áhersla verði lögð á aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þessu fagnar heilbrigðishópur ÖBÍ en við minnum á að slík áform þarf að þróa í þéttu samráði við hagsmunasamtök. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu þarf að vera til jafns á við aðra heilbrigðisþjónustu. Núverandi fyrirkomulag veldur því að aðgengi að þjónustunni er háð greiðslugetu einstaklinga, sem veldur misrétti. Þeir sem eiga fyrir því geta komist að fyrr hjá einkaaðilum á meðan aðrir þurfa að bíða. Þar á fatlað fólk undir högg að sækja. Góðu fréttirnar eru að snemmtæk íhlutun hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild, virkni eykst, kostnaður minnkar, almenn líðan batnar og ánægja eykst. Einstaklingar eru lengur á vinnumarkaði og lífsgæði aukast verulega. Það er engin spurning um það að ágóði þess að veita öllum jafnan aðgang að fyrsta stigs geðheilbrigðisþjónustu er mikill. Huga þarf að ólíkum hópum innan samfélagsins og gefa einstaklingum meira vald yfir eigin meðferð. Fjármagna þarf geðheilbrigðisáætlun til þess að hún verði að veruleika og að það góða samstarf sem hefur átt sér stað í geðheilbrigðisráði beri ávöxt. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að meðferð við geðheilbrigðisvanda á að vera jafn rétthá og meðferð við öðrum líkamlegum kvillum. Góð geðheilsa er ekki munaðarvara – hún er mannréttindi. Höfundur er formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun