Ísland smíðar – köllum á hetjurnar okkar Einar Mikael Sverrisson skrifar 13. júní 2025 11:31 Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar