Fagleg rök fjarverandi við opinbera styrkveitingu Bogi Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 13:31 Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun