Stuðningur við nýsköpun í menntun: Leið að betra mati Bogi Ragnarsson skrifar 23. júní 2025 07:01 Þróunarsjóður námsgagna er ætlað að styðja við kennara, höfunda og skólasamfélagið með styrkjum til þróunar nýrra námsgagna. Hann gefur út skýran matskvarða, með fjórum matsliðum og vægi hvers þáttar, í anda þess sem við notum sjálf í námsmati nemenda. Þetta ætti að tryggja gagnsæi, jafnræði og faglegt mat. En þegar umsókn er metin og vísað í gæðamat yfirþátta, án sundurliðunar mats fyrir undirþætti eða rökstuðnings og niðurstaðan samræmist ekki matskvarðanum – þá er ástæða til að staldra við. Umsókn sem fékk 6.5 – en stóðst öll viðmið Í febrúar 2025 sótti ég um styrk til þróunar námsefnis í félagsvísindum – verkefnis sem þegar hefur verið prófað, notað og þróað í samstarfi við framhaldsskóla, með skýrum kennslufræðilegum markmiðum og góðu aðgengi fyrir nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Ég fékk í kjölfarið aðeins tölulega einkunn: 6.5 af 10 – og þar var umsókninni hafnað, þar sem lágmark var 7,6 til að umsóknin væri tekin til greina. Ég óskaði eftir frekara gæðamati, í samræmi við þann matslista sem sjóðurinn birtir. Svörin voru tölulegar nálganir á stigagjöf: t.d. „5–7, meðaltal 6“ fyrir fyrsta matslið. En engar röksemdir fylgdu, engin vísun í innihald umsóknarinnar og engin sundurliðun á þáttum innan matsliðanna. Niðurstaða gæðamats – og mín eigin niðurstaða Til að átta mig betur á niðurstöðunni bar ég umsóknina mína saman við það gæðamat sem ég fékk að lokum frá Þróunarsjóðnum. Ég fór yfir hvern þátt og mat hvern undirlið en Þróunarsjóðurinn gaf ekki mat á undirliðum. Mín vinnubrögð voru í samræmi og við það sem við kennarar myndum gera þegar við metum lokaverkefni nemenda – með skýrum viðmiðum og vægi hvers þáttar og undirþátta. Fyrsti matsliðurinn, „gildi og mikilvægi“, vegur helming heildarmatsins. Ég mat hann sem 9,375 af 10 – en sjóðurinn gaf einkunnina 6. Í „verk- og tímaáætlun“ gaf ég umsókninni fullt hús stiga (10), en sjóðurinn metur það sem 7. Í „faglegum bakgrunni“ gaf ég 9, sjóðurinn 7,5. Og loks í „fjárhagsáætlun“ mat ég verkið 9 – sjóðurinn gaf einkunnina 6. Heildareinkunn mín samkvæmt þessum opinberu viðmiðum er 9,4 – en einkunn sjóðsins var 6.5. Til að fá styrk þurfti umsókn að ná að minnsta kosti 7,6. Það þýðir að þótt umsóknin uppfylli öll þau skilyrði sem koma fram í matskvarða – með skýrum hætti – féll hún niður fyrir þröskuld, án skýringa. Þessir þættir – sem skera úr um afdrif verkefnisins – voru aldrei rökstuddir. Þrjú lykilvandamál í matsferlinu Engin sundurliðun eða fagleg endurgjöf: Sjóðir eiga að starfa á grunni gagnsæis og jafnræðis. Þegar umsækjandi fær aðeins tölugildi yfirþátta en undirþættir eru ekki metnir eða vísað er í matsviðmið í rökstuðningi er ekki hægt að vita hvort raunverulega hafi verið farið eftir matskvarða. Engin tenging við umsóknina sjálfa: Í matskvarðanum er sérstaklega krafist að metið sé út frá t.d. markmiðum, aðgengi, kennslufræði, þörf og nýnæmi. Slíkt mat krefst skoðunar á umsókninni – ekki aðeins tilfinningu fyrir hugmyndinni. Ósamræmi við forgangsröðun og tilgang sjóðsins: Verkefnið beinist t.d. að jafnræði, nýsköpun, aðgengi og stafrænum lausnum – atriði sem flest koma fram sem áherslur í stefnu sjóðsins. Engu að síður fengu önnur verkefni brautargengi sem virðast einfaldari í umfangi og markmiðum. Hvað ef þetta væri nemandamat? Hugsum okkur nemanda sem skilar vönduðu lokaverkefni. Kennari svarar með því að segja: „Þú fékkst 6.5. Það er ekki nóg til að standast. Ég er ekki með neina röksemd eða sýnilegan dóm – en við höfum sett viðmið.“ Við myndum aldrei láta það viðgangast í skólastarfi. Af hverju eigum við að sætta okkur við það í opinberu mati? Gildi og mikilvægi: Meðaleinkunn 6 – en af hverju? Í matskvarða Þróunarsjóðs námsgagna vegur „Gildi og mikilvægi“ 50% af heildareinkunn. Þar á að meta hvernig verkefni styður við námskrá, eykur gæði og aðgengi að námi og bætir stöðu námsefnis. Slík áhersla ætti að tryggja að verkefni sem byggja á kennslufræði, jafnrétti og nýsköpun fái háa einkunn. Verkefnið: Aðgengilegt efni fyrir fjölbreyttan hóp Verkefnið snýst um námsefni í félagsvísindum sem hefur þegar verið þróað og notað í framhaldsskólum. Bækurnar byggja á einfaldri, aðgengilegri og áhugaverðri uppsetningu texta, skýrum verkefnum og sveigjanleika fyrir kennara. Markmiðið er að gera félagsfræðinám aðgengilegt fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn – þar á meðal fatlaða nemendur eða nemendur með skerðingar, þá sem þurfa aðstoð við læsi eða eru með annað móðurmál. Bein tenging við námskrá og menntastefnu Efnið er hannað í samræmi við námskrá og hæfniviðmið. Það styður við menntastefnu stjórnvalda um stafrænt nám, fjölbreytni og jafnrétti. Verkefnið er einnig í samræmi við áherslur sjóðsins sjálfs: nýnæmi, aðgengi, jafnrétti til menntunar. Gildi fyrir skólasamfélagið Verkefnið hefur víðtæk áhrif. Það hjálpar kennurum að mæta fjölbreyttum hópum, veitir námsgögn þar sem skortur hefur verið og styður virka þátttöku nemenda. Það hefur reynst vel og bætir þannig raunverulega skólastarf. Aðgengi, jafnrétti og læsi – hvað þarf meira? Í matskvarðanum kemur skýrt fram að meta skuli aðgengi, nýnæmi og gildi fyrir nám. Verkefnið uppfyllir öll þessi atriði. Ef slíkt verkefni fær aðeins einkunnina 6 – hvað þarf þá til að fá 9 eða 10? Verk- og tímaáætlun: Meðaleinkunn 7 – en engar athugasemdir Í öðrum matslið á að meta hvort verkefnið sé framkvæmanlegt og raunhæft. Áætlunin þarf að sýna skýrt hvernig verkinu verður framfylgt, hvenær hver þáttur fer fram og hver ber ábyrgð. Umsókn mín fékk 7–8 í einkunn, með meðaltalið 7. Enginn rökstuðningur fylgdi. Verkefnið þegar hafið – ekki bara hugmynd Verkefnið er ekki á hugmyndastigi, heldur í virkri þróun og notkun. Umsóknin lýsir því hvernig verkefnið hefur þegar verið prófað í fjórum skólum, með jákvæðri umsögn nemenda og kennara. Markmið næstu áfanga, tímasetningar og ábyrgðarskipting komu skýrt fram í umsögninni. Skrefaskipt og raunhæf þróun Tímaáætlun verkefnisins skiptist í afmörkuð skref. Hvert skref er tímasett og tengt mælanlegum markmiðum. Þetta eru vinnubrögð sem sýna skýrt skipulag og ættu að tryggja háa einkunn. Reynsla og aðlögun út frá raunverulegri notkun Þó að verkefnið sé einstakt í sniði þá byggir það á fyrri vinnu við þróunina sjálfa. Þróunin hefur þegar átt sér stað í samstarfi við skóla, þar sem efnið hefur verið notað í daglegu námi og aðlagað út frá athugasemdum kennara og nemenda. Líkur á að verkefnið nái framgangi: Metinn í orðum – eða í reynd? Matsliðurinn á að svara spurningunni: „Er líklegt að umsækjandi nái markmiðunum?“ Umsóknin sýnir að verkefnið er þegar að ná markmiðum sínum í skólum. Það ætti að teljast örugg framkvæmd – ekki undir skurðarpunkti. Hvers vegna fékk ég lægri einkunn fyrir hæfni? Samkvæmt matskvarða Þróunarsjóðs ætti matsliður 3 að meta líkur á að umsækjandi og samstarfsfólk nái markmiðum verkefnisins, út frá menntun, reynslu og hæfni. Ég hef lokið BA og MA prófum í félagsfræði, 200 einingum í doktorsnámi, ég er með tvöföld kennsluréttindi og hef kennt í grunn-, framhalds- og háskólum, verið skólastjóri í grunnskóla og þróað bókaseríu í félagsvísindum sem hefur þegar verið kennd í fjórum skólum. Engu að síður fékk umsóknin aðeins 7,5 af 10 mögulegum stigum í þessum flokki. Þetta tel ég ekki í samræmi við lýsingu sjóðsins sjálfs á matsviðmiðunum, né við þær forsendur sem liggja að baki faglegu mati. Þar sem hvorki var vísað í umsóknina sjálfa né skýrt hvers vegna þessi einkunn var gefin, stendur eftir mikilvæg spurning: Hverjar voru forsendurnar? Fjárhagsáætlun: Meðaleinkunn 6 – en engar athugasemdir Í fjórða matslið á að meta bæði fjárhagsáætlun og fjárhagsgrundvöll verkefnisins. Samkvæmt matskvarða á að gefa fulla einkunn fyrir trúverðuga, vel unna áætlun og traustan fjárhagsgrunn. Umsókn mín fékk einkunnina 5–7, með meðaltalið 6 – en án rökstuðnings eða skýringa. Skýr og sundurliðuð áætlun – í samræmi við viðmið sjóðsins Í umsókninni er fjárhagsáætlun skýr og sundurliðuð eftir verkþáttum. Hún tekur mið af því hámarki sem sjóðurinn hefur veitt sambærilegum verkefnum – en er í raun langt undir raunverulegum kostnaði við þróun, hönnun og útfærslu. Raunverulegur kostnaður margfalt hærri Ef markmiðið hefði verið að verðleggja allt vinnuframlag og sérfræðiþjónustu á raunhæfan hátt, hefði verkefnið þurft tugmilljónastyrk. Slík upphæð hefði aldrei fengist – og því var meðvitað sótt um mun lægri upphæð, til að reyna að ná stuðningi við síðasta áfanga verkefnisins. Styrkur sem léttir á persónulegu framlagi Verkefnið hefur hingað til verið unnið án opinbers stuðnings – með verulegu vinnuframlagi og kostnaði af hálfu höfundar. Tilgangurinn með styrkumsókn var ekki að fjármagna allt verkefnið, heldur létta á eigin kostnaði í lokasprettinum og tryggja gæði í lokaskrefum. Hófleg og raunsæ aðlögun – ekki veikleiki Fjárhagsáætlunin var því ekki ofmetin – heldur aðlöguð að raunverulegum möguleikum innan kerfisins. Slíkt ætti ekki að teljast neikvætt í mati, heldur vitnisburður um ábyrgð og skilning á ramma sjóðsins. Engin rök fyrir lægri einkunn Þrátt fyrir þetta var engin gagnrýni sett fram á áætlunina í svörum sjóðsins – aðeins töluleg einkunn. Það vekur upp spurningar um hvort vandað mat hafi farið fram, í ljósi þess að ekkert var útlistað sem veikleiki í þeim hluta umsóknarinnar. Í næstu grein Frumvarp um aukið fjármagn til námsefnisgerðar lofar góðu – en hvernig tryggjum við að fjármunir skili sér í vönduðu efni? Greinin leggur til leiðir til að styðja við frumvarpið með gagnsæju mati, faglegri eftirfylgni og stuðningi við umsækjendur á réttum forsendum. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þróunarsjóður námsgagna er ætlað að styðja við kennara, höfunda og skólasamfélagið með styrkjum til þróunar nýrra námsgagna. Hann gefur út skýran matskvarða, með fjórum matsliðum og vægi hvers þáttar, í anda þess sem við notum sjálf í námsmati nemenda. Þetta ætti að tryggja gagnsæi, jafnræði og faglegt mat. En þegar umsókn er metin og vísað í gæðamat yfirþátta, án sundurliðunar mats fyrir undirþætti eða rökstuðnings og niðurstaðan samræmist ekki matskvarðanum – þá er ástæða til að staldra við. Umsókn sem fékk 6.5 – en stóðst öll viðmið Í febrúar 2025 sótti ég um styrk til þróunar námsefnis í félagsvísindum – verkefnis sem þegar hefur verið prófað, notað og þróað í samstarfi við framhaldsskóla, með skýrum kennslufræðilegum markmiðum og góðu aðgengi fyrir nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Ég fékk í kjölfarið aðeins tölulega einkunn: 6.5 af 10 – og þar var umsókninni hafnað, þar sem lágmark var 7,6 til að umsóknin væri tekin til greina. Ég óskaði eftir frekara gæðamati, í samræmi við þann matslista sem sjóðurinn birtir. Svörin voru tölulegar nálganir á stigagjöf: t.d. „5–7, meðaltal 6“ fyrir fyrsta matslið. En engar röksemdir fylgdu, engin vísun í innihald umsóknarinnar og engin sundurliðun á þáttum innan matsliðanna. Niðurstaða gæðamats – og mín eigin niðurstaða Til að átta mig betur á niðurstöðunni bar ég umsóknina mína saman við það gæðamat sem ég fékk að lokum frá Þróunarsjóðnum. Ég fór yfir hvern þátt og mat hvern undirlið en Þróunarsjóðurinn gaf ekki mat á undirliðum. Mín vinnubrögð voru í samræmi og við það sem við kennarar myndum gera þegar við metum lokaverkefni nemenda – með skýrum viðmiðum og vægi hvers þáttar og undirþátta. Fyrsti matsliðurinn, „gildi og mikilvægi“, vegur helming heildarmatsins. Ég mat hann sem 9,375 af 10 – en sjóðurinn gaf einkunnina 6. Í „verk- og tímaáætlun“ gaf ég umsókninni fullt hús stiga (10), en sjóðurinn metur það sem 7. Í „faglegum bakgrunni“ gaf ég 9, sjóðurinn 7,5. Og loks í „fjárhagsáætlun“ mat ég verkið 9 – sjóðurinn gaf einkunnina 6. Heildareinkunn mín samkvæmt þessum opinberu viðmiðum er 9,4 – en einkunn sjóðsins var 6.5. Til að fá styrk þurfti umsókn að ná að minnsta kosti 7,6. Það þýðir að þótt umsóknin uppfylli öll þau skilyrði sem koma fram í matskvarða – með skýrum hætti – féll hún niður fyrir þröskuld, án skýringa. Þessir þættir – sem skera úr um afdrif verkefnisins – voru aldrei rökstuddir. Þrjú lykilvandamál í matsferlinu Engin sundurliðun eða fagleg endurgjöf: Sjóðir eiga að starfa á grunni gagnsæis og jafnræðis. Þegar umsækjandi fær aðeins tölugildi yfirþátta en undirþættir eru ekki metnir eða vísað er í matsviðmið í rökstuðningi er ekki hægt að vita hvort raunverulega hafi verið farið eftir matskvarða. Engin tenging við umsóknina sjálfa: Í matskvarðanum er sérstaklega krafist að metið sé út frá t.d. markmiðum, aðgengi, kennslufræði, þörf og nýnæmi. Slíkt mat krefst skoðunar á umsókninni – ekki aðeins tilfinningu fyrir hugmyndinni. Ósamræmi við forgangsröðun og tilgang sjóðsins: Verkefnið beinist t.d. að jafnræði, nýsköpun, aðgengi og stafrænum lausnum – atriði sem flest koma fram sem áherslur í stefnu sjóðsins. Engu að síður fengu önnur verkefni brautargengi sem virðast einfaldari í umfangi og markmiðum. Hvað ef þetta væri nemandamat? Hugsum okkur nemanda sem skilar vönduðu lokaverkefni. Kennari svarar með því að segja: „Þú fékkst 6.5. Það er ekki nóg til að standast. Ég er ekki með neina röksemd eða sýnilegan dóm – en við höfum sett viðmið.“ Við myndum aldrei láta það viðgangast í skólastarfi. Af hverju eigum við að sætta okkur við það í opinberu mati? Gildi og mikilvægi: Meðaleinkunn 6 – en af hverju? Í matskvarða Þróunarsjóðs námsgagna vegur „Gildi og mikilvægi“ 50% af heildareinkunn. Þar á að meta hvernig verkefni styður við námskrá, eykur gæði og aðgengi að námi og bætir stöðu námsefnis. Slík áhersla ætti að tryggja að verkefni sem byggja á kennslufræði, jafnrétti og nýsköpun fái háa einkunn. Verkefnið: Aðgengilegt efni fyrir fjölbreyttan hóp Verkefnið snýst um námsefni í félagsvísindum sem hefur þegar verið þróað og notað í framhaldsskólum. Bækurnar byggja á einfaldri, aðgengilegri og áhugaverðri uppsetningu texta, skýrum verkefnum og sveigjanleika fyrir kennara. Markmiðið er að gera félagsfræðinám aðgengilegt fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn – þar á meðal fatlaða nemendur eða nemendur með skerðingar, þá sem þurfa aðstoð við læsi eða eru með annað móðurmál. Bein tenging við námskrá og menntastefnu Efnið er hannað í samræmi við námskrá og hæfniviðmið. Það styður við menntastefnu stjórnvalda um stafrænt nám, fjölbreytni og jafnrétti. Verkefnið er einnig í samræmi við áherslur sjóðsins sjálfs: nýnæmi, aðgengi, jafnrétti til menntunar. Gildi fyrir skólasamfélagið Verkefnið hefur víðtæk áhrif. Það hjálpar kennurum að mæta fjölbreyttum hópum, veitir námsgögn þar sem skortur hefur verið og styður virka þátttöku nemenda. Það hefur reynst vel og bætir þannig raunverulega skólastarf. Aðgengi, jafnrétti og læsi – hvað þarf meira? Í matskvarðanum kemur skýrt fram að meta skuli aðgengi, nýnæmi og gildi fyrir nám. Verkefnið uppfyllir öll þessi atriði. Ef slíkt verkefni fær aðeins einkunnina 6 – hvað þarf þá til að fá 9 eða 10? Verk- og tímaáætlun: Meðaleinkunn 7 – en engar athugasemdir Í öðrum matslið á að meta hvort verkefnið sé framkvæmanlegt og raunhæft. Áætlunin þarf að sýna skýrt hvernig verkinu verður framfylgt, hvenær hver þáttur fer fram og hver ber ábyrgð. Umsókn mín fékk 7–8 í einkunn, með meðaltalið 7. Enginn rökstuðningur fylgdi. Verkefnið þegar hafið – ekki bara hugmynd Verkefnið er ekki á hugmyndastigi, heldur í virkri þróun og notkun. Umsóknin lýsir því hvernig verkefnið hefur þegar verið prófað í fjórum skólum, með jákvæðri umsögn nemenda og kennara. Markmið næstu áfanga, tímasetningar og ábyrgðarskipting komu skýrt fram í umsögninni. Skrefaskipt og raunhæf þróun Tímaáætlun verkefnisins skiptist í afmörkuð skref. Hvert skref er tímasett og tengt mælanlegum markmiðum. Þetta eru vinnubrögð sem sýna skýrt skipulag og ættu að tryggja háa einkunn. Reynsla og aðlögun út frá raunverulegri notkun Þó að verkefnið sé einstakt í sniði þá byggir það á fyrri vinnu við þróunina sjálfa. Þróunin hefur þegar átt sér stað í samstarfi við skóla, þar sem efnið hefur verið notað í daglegu námi og aðlagað út frá athugasemdum kennara og nemenda. Líkur á að verkefnið nái framgangi: Metinn í orðum – eða í reynd? Matsliðurinn á að svara spurningunni: „Er líklegt að umsækjandi nái markmiðunum?“ Umsóknin sýnir að verkefnið er þegar að ná markmiðum sínum í skólum. Það ætti að teljast örugg framkvæmd – ekki undir skurðarpunkti. Hvers vegna fékk ég lægri einkunn fyrir hæfni? Samkvæmt matskvarða Þróunarsjóðs ætti matsliður 3 að meta líkur á að umsækjandi og samstarfsfólk nái markmiðum verkefnisins, út frá menntun, reynslu og hæfni. Ég hef lokið BA og MA prófum í félagsfræði, 200 einingum í doktorsnámi, ég er með tvöföld kennsluréttindi og hef kennt í grunn-, framhalds- og háskólum, verið skólastjóri í grunnskóla og þróað bókaseríu í félagsvísindum sem hefur þegar verið kennd í fjórum skólum. Engu að síður fékk umsóknin aðeins 7,5 af 10 mögulegum stigum í þessum flokki. Þetta tel ég ekki í samræmi við lýsingu sjóðsins sjálfs á matsviðmiðunum, né við þær forsendur sem liggja að baki faglegu mati. Þar sem hvorki var vísað í umsóknina sjálfa né skýrt hvers vegna þessi einkunn var gefin, stendur eftir mikilvæg spurning: Hverjar voru forsendurnar? Fjárhagsáætlun: Meðaleinkunn 6 – en engar athugasemdir Í fjórða matslið á að meta bæði fjárhagsáætlun og fjárhagsgrundvöll verkefnisins. Samkvæmt matskvarða á að gefa fulla einkunn fyrir trúverðuga, vel unna áætlun og traustan fjárhagsgrunn. Umsókn mín fékk einkunnina 5–7, með meðaltalið 6 – en án rökstuðnings eða skýringa. Skýr og sundurliðuð áætlun – í samræmi við viðmið sjóðsins Í umsókninni er fjárhagsáætlun skýr og sundurliðuð eftir verkþáttum. Hún tekur mið af því hámarki sem sjóðurinn hefur veitt sambærilegum verkefnum – en er í raun langt undir raunverulegum kostnaði við þróun, hönnun og útfærslu. Raunverulegur kostnaður margfalt hærri Ef markmiðið hefði verið að verðleggja allt vinnuframlag og sérfræðiþjónustu á raunhæfan hátt, hefði verkefnið þurft tugmilljónastyrk. Slík upphæð hefði aldrei fengist – og því var meðvitað sótt um mun lægri upphæð, til að reyna að ná stuðningi við síðasta áfanga verkefnisins. Styrkur sem léttir á persónulegu framlagi Verkefnið hefur hingað til verið unnið án opinbers stuðnings – með verulegu vinnuframlagi og kostnaði af hálfu höfundar. Tilgangurinn með styrkumsókn var ekki að fjármagna allt verkefnið, heldur létta á eigin kostnaði í lokasprettinum og tryggja gæði í lokaskrefum. Hófleg og raunsæ aðlögun – ekki veikleiki Fjárhagsáætlunin var því ekki ofmetin – heldur aðlöguð að raunverulegum möguleikum innan kerfisins. Slíkt ætti ekki að teljast neikvætt í mati, heldur vitnisburður um ábyrgð og skilning á ramma sjóðsins. Engin rök fyrir lægri einkunn Þrátt fyrir þetta var engin gagnrýni sett fram á áætlunina í svörum sjóðsins – aðeins töluleg einkunn. Það vekur upp spurningar um hvort vandað mat hafi farið fram, í ljósi þess að ekkert var útlistað sem veikleiki í þeim hluta umsóknarinnar. Í næstu grein Frumvarp um aukið fjármagn til námsefnisgerðar lofar góðu – en hvernig tryggjum við að fjármunir skili sér í vönduðu efni? Greinin leggur til leiðir til að styðja við frumvarpið með gagnsæju mati, faglegri eftirfylgni og stuðningi við umsækjendur á réttum forsendum. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun