Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 07:01 Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun