Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 07:01 Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. [BR1]??? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. [BR1]???
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun