Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. júní 2025 11:00 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar