Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. júní 2025 12:00 Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun