Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. júní 2025 12:00 Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er verulega absúrd og ófaglegt þegar ráðherra heldur blaðamannafund, kynnir frumvarp sem á að snerta heilan atvinnuveg og misburðugar byggðir víðsvegar um landið, lætur hjá líða að láta reikna út með fullnægjandi hætti áhrif frumvarpsins á bæði atvinnuveginn og þær byggðir sem þar eru undir. Þegar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra, kynntu nýtt frumvarp um breytingar veiðigjöldum með þeim orðum að um leiðréttingu á gjaldinu væri að ræða og að gjaldið myndi hækka um 59% fyrir þorsk. Það hljómaði næstum hóflega, ef ekki bara sanngjarnt. En þegar Skatturinn – sem hefur aðgang að öllum raunverulegum gögnum – fékk loksins að reikna dæmið, kom annað í ljós: hækkunin var nær 120%. Tvöfalt meira en ráðherrann hafði haldið fram. Það sem verra er: þessar tölur Skattsins, fengust ekki uppgefnar fyrr en eftir ítrekaða eftirgangsmuni minnihluta atvinnuveganefndar. Það þurfti herkjum og þrýstingi að beita til að fá Skattinn til að reikna dæmið sem meirihlutinn – þ.e. ríkisstjórnin sjálf – vildi ekki leggja fram. Og þegar útreikningarnir loksins lágu fyrir, fékk Skatturinn ekki að mæta fyrir nefndina til að útskýra þá. Byggðastofnun fékk heldur ekki að mæta. Stofnunin sem meta á áhrif á byggðir landsins, sátu úti í kuldanum á meðan frumvarpið var keyrt áfram í þinglegri meðferð atvinnuveganefndar þingsins. Það er eins og stjórnvöld hafi ákveðið að það sé betra að hlusta ekki – því ef þau heyra ekki gagnrýni, þá þarf ekki að svara henni. Þetta eru auðvitað engin mistök eða fljótfærni. Þetta er meðvituð stjórnsýsla sem kýs þögn fram yfir umræðu, og leynd fram yfir gagnsæi. Og þegar stjórnvöld eru staðin að því að dylja upplýsingar, þá væri eðlileg viðbrögð að stíga fram, skýra málið og biðjast afsökunar. En nei – það er haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorist og þeir sem gagnrýndu röngu útreikningana sakaðir að hafa valdið embættismönnum ráðuneytisins óþægingum. Með öðrum orðum þá kaus ráðherra að henda embættismönnum eigin ráðuneytis fyrir rútuna, í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á upplýsingaóreiðunni. Ráðherra er þarna að forðast pólitíska ábyrgð með því að beina athyglinni frá eigin mistökum og varpa henni yfir á starfsfólk sem hvorki fer með ákvörðunarvald né talar opinberlega. Þetta er ekki aðeins veikburða stjórnun – þetta er meðvituð afneitun á ábyrgð sem fylgir embættinu. Þegar ráðherra kýs að fórna trausti og fagmennsku embættismanna fyrir eigin pólitíska hagsmuni, þá er ekki lengur verið að verja kerfið – heldur sjálfan sig. Það má vel vera að breytingar á veiðigjöldum séu tímabærar. Það má líka vera að sum fyrirtæki hafi greitt of lítið í sameiginlega sjóði. En það réttlætir ekki að stjórnvöld vinni málið eins og þau séu að fela eitthvað. Þegar upplýsingar eru afgreiddar í skömmtum og aðeins þegar þrýstingur verður óbærilegur, þá er það ekki stjórnsýsla – það er pólitísk skyndibitaþjónusta. Við eigum rétt á því að vita hvað stjórnvöld eru að gera. Við eigum rétt á því að fá að sjá útreikninga sem snerta sameiginlega auðlind. Og við eigum rétt á því að embættismenn fái að mæta fyrir þingnefndir og útskýra störf sín – án þess að þurfa að bíða eftir leyfi frá pólitískum yfirboðurum. Því þegar stjórnvöld kjósa leynd fram yfir miðlun réttra upplýsinga, þá er eitthvað annað en veiðigjaldið sem þarf að endurskoða. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun