Auglýsingaskrum Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 25. júní 2025 07:31 Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar