Auglýsingaskrum Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 25. júní 2025 07:31 Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Stefán Georgsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar