Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Sjö börn eru meðal þeirra sem komin eru til Jórdaníu og stefna til Íslands. AP/Jehad Alshrafi Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira