Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 16:37 Sjö börn eru meðal þeirra sem komin eru til Jórdaníu og stefna til Íslands. AP/Jehad Alshrafi Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu undanfarnar vikur eða síðan ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að ráðast í sértæka aðgerð til að hjálpa fólkinu að komast til Íslands í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem eru á Gasasvæðinu. Ráðuneytið segir sérstakan verkefnahóp á vegum þess hafa átt í samstarfi við sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins og útlendingastofnunar um að greiða fyrir för hópsins til Íslands. Þá hafi utanríkisráðuneytið sömuleiðis átt í virkum samskiptum við fulltrúa ísraelskra og jórdanskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja sem hafa staðið fyrir sambærilegum aðgerðum fyrir eigin ríkisborgara og dvalarleyfishafa og alþjóðastofnanir á svæðinu sem vinni ómetanlegt starf undir gríðarlegu álagi. „Stjórnvöld í Ísrael hafa á undanförnum mánuðum, með reglulegu millibili, heimilað og greitt fyrir flutningi fólks frá Gaza um Ísrael og Jórdaníu. Auk Íslands sóttu Finnland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Bretland og Barein ríkisborgara sína eða dvalarleyfishafa á landamæri Gasa og Ísraels í dag,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jafnframt segir að þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé það almennt á þeirra ábyrgð að ferðast til Íslands en að í ljósi þeirra hörmulega aðstæðna sem uppi eru á Gasa hafi verið ákveðið að takast á hendur sérstakt verkefni og hjálpa einstaklingum á svæðinu með dvalarleyfi á Íslandi að komast til landsins. „Það kom ekki annað til greina og starfsfólk utanríkisráðuneytisins á mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Mér er létt og það gleður mig sérstaklega að vita af hópnum á leiðinni hingað í frelsið og öryggið á Íslandi og nú munum við öll sem eitt leggja okkur fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, sem hafa lifað svo miklar hörmungar að undanförnu,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira