Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 30. júní 2025 07:33 Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun