Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 30. júní 2025 08:33 Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Stóriðja Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðarsvæðið á Bakka er eitt mikilvægasta svæði Íslendinga til uppbyggingar á sviði iðnaðar og orkunýtingar. Á svæðinu eru einstakar auðlindir sem skapa tækifæri til tekjuöflunar, fjölgun starfa og gjaldeyristekjur fyrir land og þjóð. Jarðvarmi frá Þeistareykjum þar sem Landsvirkjun hugar að stækkun en sömuleiðis er vindorkuver í vinnslu austan Húsavíkurfjalls sem gæti framleitt um 50 MW. Græn orka sem styður sterka uppbyggingu á Bakka með loftslagsmarkmið í huga. Stutt í höfn, stutt í orku og stutt í auðlindir. Alltaf að byggja upp á Bakka Það er vinna í fullum gangi að koma kísilveri PCC aftur í gang sem fyrst. Það er samstarfsverkefni margra aðila. Fyrst og fremst þarf að styrkja það sem fyrir er á Bakka, fyrirtækið sjálft í ljósi aðstæðna og markaðsverðs á kísilmálmi. Kísilverið er ekki aðeins grundvöllur fyrir staðbundna atvinnu heldur einnig lykilþáttur í alþjóðlegri tækniþróun, þar sem kísilmálmur er mikilvægt hráefni í framleiðslu á sólarsellum og annarri framleiðslu og tækni. Fyrsti áfangi verkefnisins hófst árið 2011 og upphafleg fjárfesting árið 2013. Alla tíð hefur verið gert ráð fyrir stækkun verksmiðjunnar auk annars fyrirtækis til að nýta þá innviðafjárfestingu sem ríkið og samfélagið hefur farið í. Við höfum verið að setja aukinn þunga í það verkefni. Sérstaklega þegar tímabundin rekstrarstöðvun PCC á Bakka lá fyrir. Við erum í samtali við Landsvirkjun um nýtingu á heitu vatni inn á svæðið sem styður enn frekari sjálfbærni og græna orkuframleiðslu á Bakka. Að huga að varmasæknum verkefnum sem eykur hagkvæmni og treystir atvinnuuppbyggingu alla á iðnaðarsvæðinu; ylrækt, landbúnaður, fiskeldi á landi eða frekari málmvinnsla svo dæmi séu tekin. Nýtt á Bakka Þegar liggur fyrir viljayfirlýsing við Carbfix hf. um móttökustöð fyrir koldíoxíð (CO2) sem felur í sér uppbyggingu á CODA-stöð hvar koldíoxíð/kolefni úr iðnaðarútblæstri er fangað, dælt niður í gljúft bergið þar sem það steingerist og verður þar eftir. Sömuleiðis erum við í samtali við Heidelberg Materials um mölunarverksmiðju á Bakka sem felur í sér vinnslu á móbergi sem íblöndunarefni í sement. Á svæðinu má finna móberg sem gæti hentað í framleiðsluna. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi byggingarefna á Jörðinni og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Það má gera ráð fyrir að fyrirtækið kanni mögulegar móbergsnámur og efnistökusvæði á næstu mánuðum. Bæði þessi fyrirtæki útheimta ýmis iðnaðarstörf og tæknimenntað fólk; rafvirkja, vélfræðinga og verkfræðinga o.fl. Þess vegna höfum við átt samtöl við Samtök iðnaðarins um mikilvægi iðn-, tækni- og verkmenntunar í tengslum við iðnaðarsvæðið á Bakka. Þá hefur einni lóð verið úthlutað fyrir rafeldsneytisframleiðslu til E-Valor enda stór hluti svæðisins þegar skipulagt sem er mikið forskot fyrir svæðið. Uppbygging gagnavera hefur verið mikil bæði hérlendis og víða erlendis. En Ísland býður upp á góðar tengingar þegar horft er til gagnaflutnings í gegnum sæstreng milli Íslands og Írlands. Hér er græn orka á samkeppnishæfu verði í köldu loftslagi með stöðugu og traustu flutningskerfi raforku. Gagnaver eða netþjónabú sinna hýsingu, tengi- og afritunarþjónustu, gagnavistun og - flutningi og ýmis konar annarri sérhæfðri þjónustu. Gagnaversiðnaðurinn er sá orkuháði iðnaður sem vex einna örast á Jörðinni. Eftirspurn eftir reikniafli ofurtölva fer sívaxandi. Það eru miklir möguleikar að reisa slík ver eða netþjónabú á Bakka. Miðpunkturinn er Bakki Það er mikilvægt að gera Bakka aftur að miðpunkti athafna og uppbyggingar á Norðurlandi og í raun á Íslandi. Grípa tækifærin sem felast í auðlindum svæðisins til að skapa tekjur og störf, stuðla að vexti í samfélaginu. Á Bakka blómstra tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Með nýsköpun, sjálfbærri orkunýtingu og sterkum auðlindum getur þetta svæði orðið leiðandi fyrir tækni- og iðnaðarframleiðslu á Íslandi. Með samstarfi fyrirtækja, hins opinbera og fræðasamfélags, er hægt að byggja upp öfluga atvinnu og bæta lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bakki getur verið hjarta atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, þar sem nýir atvinnuvegir verða til, auk þess sem þjóðin nýtur góðs af aukinni orkuöflun. Sveitarfélagið Norðurþing stendur á mikilvægu tímamótum þar sem framtíðin er full af möguleikum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar