Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar 1. júlí 2025 08:32 Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja. Nú eru nokkrar breytingar í vændum sem munu gjörbreyta lífi fatlaðs fólks og öryrkja til hins betra: 1. Nýtt örorkulífeyriskerfi Það verða gerðar miklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Hlutlægara og sanngjarnara mat verður tekið upp þar sem horft er á heildarmöguleika fólks til þátttöku á vinnumarkaði og þar með taka þátttöku í samfélaginu. Þar sem ekki er er aðeins horft til fötlunar eða veikinda. Auk þess hækkar örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir og fólk má vinna meira án skerðinga. 2. Aldursviðbót fellur ekki lengur niður Það hefur lengi verið þannig að svo kölluð aldursviðbót fellur niður þegar öryrkjar ná ellilífeyrisaldri. Með nýju frumvarpi Ingu Sæland verður tryggt að aldursviðbótin greiðist áfram þannig að þeir sem urðu öryrkjar á unga aldri og hafa ekki getað áunnið sér lífeyrisréttindi, fái áfram afkomutrygginguna sem felst í aldursviðbótinni. Þetta er gríðarlega mikil réttarbót fyrir stóran hóp. 3. Greiðslur fylgja launavísitölu Frá og með næsta ári munu lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara fylgja launavísitölu Hagstofunnar en ekki óljósum mælikvörðum. Þetta þýðir að bætur dragast ekki aftur úr almennum launum og fólk heldur sínum kaupmætti. Þetta skapar öryggi og stöðugleika fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Auk þessa verður Tryggingastofnun nú falið að halda utan um tölfræðiupplýsingar um endurhæfingu og þjónustu. Þannig verði auðveldara að greina hvar úrbóta er þörf og fylgjast betur með framvindu mála innan kerfisins. 4. Lögfesting réttindasamnings Sameinuðu þjóðanna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur sem mun styrkja stöðu fatlaðs fólks og auka réttaráhrif samningsins hér á landi. Markmiðið er að tryggja að fatlað fólk njóti allra mannréttinda til jafns við aðra, að komið verði í veg fyrir mismunun og að fatlað fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu. Þetta frumvarp er því afar mikilvægt fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ég hvet alla sem hafa ekki gert það nú þegar að hlýða á ræðu Ingu Sæland sem haldin var á fundi Sameinuðu Þjóðanna til að heyra hve mikilvægt það er að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Af hverju skiptir þetta máli? Þessar breytingar eru ekki tilviljun. Þær snúast um eitt: að fatlað fólk og öryrkjar eigi ekki að lifa við fátækt eða óöryggi vegna þess að þau geta ekki unnið. Samfélagið á að tryggja öllum lágmarksafkomu og mannsæmandi líf – líka þeim sem verða fyrir veikindum eða slysum og geta ekki unnið sér inn laun. Við eigum ekki að sætta okkur við annað. Rangfærslur um öryrkja Margir sem gagnrýna þessar breytingar fullyrða að með því að bæta réttindi fatlaðs fólks sé verið að draga úr áhuga fólks á að vinna eða jafnvel hvetja fólk til að sækja um örorku. Þetta er bæði misskilningur og vanvirðing við fólk sem glímir við alvarleg veikindi eða fötlun. Fólk sem glímir við örorku getur ekki valið að vinna eða ekki. Við erum að tala um einstaklinga með skerta vinnufærni sem er skilyrði fyrir örorkubótum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að halda því fram að sá sem fær greidda framfærslu vegna örorku sé að „svíkja kerfið“ eða sitji heima af því að það borgi sig. Fólk sem getur ekki unnið á ekki að þurfa að lifa við neyð, skort og fátækt vegna hvata til vinnu. Það er bæði ósiðlegt og óraunhæft. Við ætlum að ganga lengra Já, ríkisstjórnin gengur langt í að bæta réttindi og afkomu öryrkja og fatlaðs fólks. Það er ekkert launungarmál – það er beinlínis okkar meðvitaða stefna. Við höfum stigið fyrstu skrefin en við munum halda áfram á þeirri vegferð að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að enginn verði skilin eftir. Það er stefna Flokks fólksins. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun