Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2025 09:00 Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hefur hún með þessu tekið afgerandi afstöðu gegn Sósíalistaflokki Íslands og ætti með réttu að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum flokksins og skrá sig úr flokknum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur ákveðið að taka enn eitt fjölmiðla ævintýri Gunnars Smára Egilssonar fram yfir hagsmuni Sósíalistaflokksins. Vorstjarnan hefur árlega fengið rúman helming af árlegum ríkisstyrk SÍ eða um 13.000.000 kr. sem eyrnamerktur er til stjórnmálastarfs og ráðstafað þeim fjármunum meðal annars til að niðurgreiða húsnæðisleigu einkahlutafélags sem rekur sjónvarpsstöðina Samstöðina. Aðalhvatamaður þessa fyrirkomulags er fyrrverandi formaður framkvæmdarstjórnar SÍ Gunnar Smári Egilsson. Gunnar hefur sagt í vitna viðurvist að nauðsynlegt hefði verið að stofna Vorstjörnuna svo borgarfulltrúar flokksins gætu borgað meira en lög gera ráð fyrir að einstaklingar geti borgað til stjórnmálaflokka. Þess má einnig geta að Gunnar Smári þessi þiggur svo laun af fyrrgreindri sjónvarpsstöð. Einnig borgar Vorstjarnan Internet, hita, rafmagn og þrif Samstöðvarinnar sem er í eigu Alþýðufélagsins ehf. Allt hefur þetta verið mögulegt vegna ríkisstyrks Sósíalistaflokks Íslands. Aðalfundur Vorstjörnunnar sem haldinn var í gær var annar fundur félagsins frá stofnun fyrir fjórum árum. Bar hann allt handbragð þeirrar stjórnar sem Gunnars Smári fór fyrir áður en núverandi stjórn tók við á síðasta aðalfundi SÍ. Til fundarins var ólöglega boðað. Sigrún E. Unnsteinsdóttir stjórnarmaður Vorstjörnunnar var ekki boðuð á fundinn og var algerlega sniðgengin í undirbúningi hans. Spurningar voru bannaðar, fundarmönnum ýmist sagt að þegja eða halda sér saman. Í stjórn voru síðan kosnir 17 stjórnarliðar nákvæmlega eins og hjá Alþýðufélaginu ehf sem á Samstöðina. Tilviljun? Fundi var snarlega slitið þegar fyrrum borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Trausti Breiðafjörð Magnússon spurði úr sal hvað hefði orðið um þá peninga sem hann lagði inn í Vorstjörnuna á meðan hann var borgarfulltrúi. Hann fékk engin svör. Á fundinum voru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar eins og Ólína Þorvarðardóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Arnar Jónsson sem Gunnar Smári virðist hafa narrað til fylgilags við sig. Ég er ekki alveg viss um að þau hafi vitað að nota ætti þau til að gera Sósíalistaflokkinn heimilislausan og taka yfir peninga sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur til Sósíalistaflokksins. Ég hef áður minnst á flokkseigendafélag Gunnars Smára, að hann hafi persónulega átt Rauða þráðinn, opinberan Facebook þráð flokksins sem hann tók með sér eftir að hafa tapað kosningum á síðasta aðalfundi SÍ. Það nægði honum ekki alveg. Nú hefur hann með ehf væðingu sinni á Sósíalistaflokknum tekist að ná til sín Samstöðinni sem byggð var upp fyrir ríkisstyrki flokksins og sjálfboðaliðum úr Sósíalistaflokknum. Einnig hefur hann náð Vorstjörnunni sem geymir nú á bankabók sinni þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk Sósíalistaflokksins og ekki nóg með það, hann hefur ásamt Sönnu Magdalenu og þeirra fylgdarliði úr gömlu stjórninni yfirtekið húsnæði flokksins og varpað honum á dyr. Staðan er því þessi hjá Sósíalistaflokknum: Er án húsnæðis en með á bankabók sinni nokkrar milljónir því Hallfríður Þórarinsdóttir gjaldkeri fyrrum framkvæmdarstjórnar og þeirrar nýju, neitaði Gunnari Smára að millifæra helming ríkisstyrk Sósíalistaflokksins yfir á Vorstjörnuna nema hún fengi að sjá einhverja samninga eða samþykktir þar um. Varð Gunnar Smári algerlega brjálaður við þessa beiðni hennar og rak hana sem gjaldkera flokksins froðufellandi af reiði fyrir það eitt að vilja sjá lögleg skjöl um skuldbindingar flokksins. Staða flokkseigendafélags Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu: Eru með fyrrum opinberan spjallþráð Sósíalistaflokksins því Gunnar Smári átti hann persónulega.Hafa yfirtekið Vorstjörnuna, dótturfélag Sósíalistaflokksins, og þar með þó nokkrar milljónir af ríkisstyrk flokksins.Hafa tekið Samstöðina sem var byggð upp fyrir ríkisstyrki Sósíalistaflokksins og sjálfboðastarf félaga Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn hefur greitt til Samstöðvarinnar rúmar 11 milljónir kr. á þessu ári. Hafa yfirtekið húsnæði Sósíalistaflokksins til fimm ára. Húsnæði sem sjálfboðaliðar flokksins byggðu upp frá grunni. Þetta er í raun kostuleg staða því að í nýrri ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar sitja nú nokkrir fyrrum stjórnarliðar Sósíalistaflokksins sem fengu ekki brautargengi á síðasta aðalfundi. Þau neita hreinlega að láta af völdum og hafa nú rænt flokknum með klækjabrögðum sem eingöngu var hægt að framkvæma vegna ehf væðingar Gunnars Smára á flokknum. Í Vorstjörnunni voru bara 23 félagar þangað til fyrir um mánuði síðan. Vorstjarnan var ekki yfirtekin af sósíalistum heldur allra flokka fylgjendum, einna helst krötum og sjálfstæðismönnum sem fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins smalaði í félagið. Þetta fólk er nú með Vorstjörnuna í höndunum og þar með fjármuni sem upprunnir eru sem ríkisstyrkur Sósíalistaflokks Íslands. Styrkur sem eyrnamerktur er stjórnmálastarfi. Það má þó segja að þau hafi verið asskoti snjöll í uppsetningu á þessu batteríi öllu saman nema að einn hængur er þar á. Virðing fyrir lögum og rétti hefur ekki verið virtur og mun nýkjörin stjórn Sósíalistaflokksins leita réttar síns fyrir hönd flokksins. Þótt þetta sé ekki sá slagur sem nýkjörin stjórn hefur kosið að eyða kröftum sínum og tíma í, þá ber okkur skylda til að koma reiður á fjármál og innra skipulag flokksins. Þegar það er frá, förum við að einbeita okkur að því sem hjarta okkur stendur næst. Baráttunni fyrir betra samfélagi. Höfundur er stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun