Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2025 10:01 Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun