Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2025 10:01 Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Zohran Mamdani, framboðsefni Demókrata í Bandaríkjunum, er í raun og veru lausnin á þeirri pólitísku kreppu sem Vesturlöndin eru í. Í landi stjórnað af öfgamanni sem m.a. jók fylgi sitt um 7% í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og lækkaði um leið skatta á ríkasta fólk landsins á kostnað almennings tókst Mamdani að vinna hug New York-búa með öflugum aktivisma, sem fólst og felst í því að tala við mjög stóran hluta almennings í New York með vinnu sjálfboðaliða sem Mamdani og félagar hans lögðu í og leggja áherslu á jöfnuð og baráttu gegn okri leigusala og stórfyrirtækja. Gegn hugmyndafræði forseta Bandaríkjanna en einnig gegn hugmyndafræði stjórnarandstöðunnar í Bandaríkjunum. Atriði sem eru mest áberandi í pólitík Mamdani eru frysting leigugreiðslna - sem felst í því að halda leigugreiðslum jafnháum frá byrjun kjörtímabils til enda kjörtímabils, frítt í strætó, fríum leikskólum, opnun matvörubúða á vegum New York-borgar til að bjóða upp á mat á hagstæðari verði, aukna fjármögnun og samvinnu við verkalýðsfélög um byggingu nýrra íbúða (eins og t.d. íbúðafélagið Bjarg á Íslandi), nýjar reglur um leigusala sem skikka þá til að halda ástandi íbúða í lagi ellegar muni borgin sjá um vinnuna og senda leigusala kostnaðinn. Þetta hyggst hann greiða með varlegum skattahækkunum á stórfyrirtæki og ríkustu einstaklingana til að fjármagna ofangreint. Þetta er hægt að gera á Íslandi einnig. Viðbrögð stjórnmálastéttarinnar í Bandaríkjunum hafa verið á þá leið að stjórnmálafólk í flokknum hans talar gegn honum og jafnvel lýgur upp á hann og hinn stjórnmálaflokkurinn fer beinustu leið í harðasta rasismann og segir hann ekki hæfan því hann sé múslimi. Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað hótað reka hann úr landi á undanförnum vikum. Svo veltir fólk fyrir sér af hverju traust á stjórnmálum á Vesturlöndum hafi farið hrakandi á undanförnum áratugum, sem hefur svo valdið uppgangi öfgahægrihópa eins og forseti Bandaríkjanna er í forsvari fyrir. Þarna er, líkt og í málefnum Gaza í Evrópu, stór gjá milli almennings annars vegar og stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðla hins vegar þegar kemur að hugmyndafræði og vinnubrögðum. Íslendingar þurfa þannig ekki að fara að fordæmi stjórnmálastétta á Vesturlöndum eða fordæmi ríkisstjórna Íslands í dag og síðastliðna áratugi, við getum fylgt fordæmi Mamdani í staðinn. Bjóða mennskunni inn og henda illskunni út. Hlusta á fólkið í stað þess að segja því hvernig hlutirnir eigi að vera. Verkefni næsta áratugar verður það að fara að fordæmi Mamdani, byggja upp samstöðu almennings með uppbyggingu aktivisma sem talar beint við stóran part fólksins í samfélögum okkar og innleiða nýjar stjórnmálaáherslur í íslenska og evrópska menningu, áherslur sem snúast um efnahagslegt og félagslegt réttlæti í samfélögum okkar og andstöðu við þjóðarmorð. Þetta getum við gert á Íslandi og við megum byrja strax. Höfundur er fyrrum varamaður í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, fyrrum trúnaðarmaður Sameykis og ávallt baráttumaður fyrir betra samfélagi á Íslandi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun