Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar 2. júlí 2025 14:00 Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Þann 23. maí 2019 skrifaði sami þingmaður Sjálfstæðisflokks, þá í stjórnarmeirihluta, grein sem birtist á Vísi. Fyrirsögn hennar var „Málþófið er séríslenskt“. Á meðal þess sem þar sagði var: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Málþóf er séríslenskt fyrirbrigði.“ Síðar í greininni sagði: „Daga og nætur eru þingfundirnir undirlagðir af ræðum þingmanna úr einum þingflokki þar sem hver þingmaðurinn fer í ræðustól á fætur öðrum og samflokksþingmennirnir tínast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hólinu hvers til annars, það er gott að fá klapp á bakið. Þrátt fyrir að túlka megi þingsköp, sem skapa rammann um hvernig þinghaldi skuli háttað, með þeim hætti að þingmönnum sé frjálst að halda uppi umræðu endalaust, þá er þar kveðið skýrt á um að andsvör séu aðeins heimiluð með leyfi forseta. Þá er einnig að finna heimild í 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður. Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.“ Þegar tafir urðu í 1. umræðu var málþóf Mig langar næst að grípa niður í ræðu sem var flutt á Alþingi 18. apríl í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Þá sagði sama Bryndís, enn í stjórnarmeirihluta, eftirfarandi: „Nú er það þannig að við höfum haldið tvo langa þingfundi síðustu daga, fram eftir nóttu, og ekki kvarta ég yfir því. […] Ég ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt. Við eigum að gera það. En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Síðan þessi orð féllu þá hefur hagur Bryndísar og Sjálfstæðisflokks breyst. Þau eru nú í stjórnarandstöðu eftir að Sjálfstæðisflokknum var hafnað með afgerandi hætti í kosningum seint á síðasta ári, kosningum sem skiluðu flokknum verstu niðurstöðu hans í sögunni. Met eftir met eftir met Bryndís er því nú í stjórnarandstöðu, þar sem flokkur hennar eltir málþófs-leikjafræði Miðflokks Bergþórs Ólasonar. Það skipulag gengur út á að andstaðan skiptist á að taka vaktir um að vera fyrir framgangi lýðræðisins, oftast nær í málum sem þeir eru ekki einu sinni ósammála. Þannig háttaði um þegar þeir ræddu um áfasta plasttappa í fjóra klukkutíma og 36 mínútur í febrúar. Það gerðist aftur þegar þeir ræddu um fríverslunarsamning við Taíland í meira en fjóra klukkutíma, aðallega um hversu rosalega sammála andstaðan væri gerð samningsins. Með því var fyrra met í umræðum um fríverslunarsamninga, sem var sett árið 2019 þegar rætt var um slíka samninga við tvö ríki sem höfðu orðið uppvís að alvarlegum mannréttindabrotum, bætt um meira en tvo og hálfan tíma. Þá er ótalið lagafrumvarp um grunnskóla sem innleiddi nýtt samræmt námsmat í íslenska grunnskóla. Um er að ræða frumvarp sem var fyrst sett fram af síðustu ríkisstjórn, er afrakstur áralangrar vinnu og er nú endurflutt með lítils háttar breytingum sem eru ekki hápólitískar. Samt tók stjórnarandstaðan sig til og ræddi um málið í þriðju umræðu, þegar það fer ekki aftur til nefndar heldur næst í atkvæðagreiðslu, í níu klukkutíma og ellefu mínútur á þremur þingfundum. Svo gerðist þetta auðvitað í umræðu um veiðigjöld. Þar var Íslandsmet sett í þeirri umræðu með vaðali sem stóð yfir í meira en 30 klukkutíma, þar sem margir úr ýmsum þingflokkum minnihlutans blóðnýttu sínar 15 mínútur og fóru svo í andsvör við kollega sína í stjórnarandstöðu. Þarna var bætt eldra met í fyrstu umræðu, sem var sett í umræðum um fjárlög, og stóð í 24 klukkutíma og 40 mínútur, bætt þannig að tekið var eftir. Nú á að taka stóra metið Nú stefnir stjórnarandstaðan á stóra metið með veiðigjaldaumræðuna: lengsta málþóf Íslandssögunnar. Sem stendur er það í þriðja sæti. Stutt er síðan að hún tók fram úr umræðu um EES-samninginn, sem varðaði aðgang að mörg hundruð milljóna manna markaði og hefur bætt lífsgæði Íslendinga meira en nokkuð annað undanfarna áratugi. Sú umræða stóð yfir í um 100 klukkutíma. Um miðjan dag í dag var stjórnarandstaðan búin að ræða leiðréttingu veiðigjalda í rúmlega 128 klukkustundir. Ef fram fer sem horfir mun veiðigjaldaþófið taka fram úr umræðu um Icesave síðar í dag, máli frá því um 15 árum sem klauf þjóðina og kallaði á að forseti landsins neitaði að undirrita lög til að vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu, Íslandsmetið, sett af Miðflokknum í innihaldslausu þvaðri um ímyndaðar hættur af innleiðingu orkupakka sumarið 2019, verður svo slegið áður en vikan verður liðin. Nú eru tafarleikir og málþóf málefnalegar umræður Núverandi stjórnarandstaða er hins vegar mjög ósammála því að það sem hún áður kallaði málþóf sé kallað málþóf eða tafaleikir. Nú eymir ekkert eftir af kröfum um breytingu á þingskaparlögum. Nú er enginn þar að kalla eftir því að nota 71. greinina til að takmarka umræður þegar „fámennur hópur stjórnarandstæðinga“ tekur þingið í gíslingu. Í ræðu sem Bryndís Haraldsdóttir flutti 13. maí síðastliðinn sagði hún meðal annars að hún vildi „bara vísa því á bug að við höfum hér staðið í málþófi og tafaleikjum þegar við höfum átt málefnalegar umræður um mikilvæg mál.“ Þann 21. maí, rúmlega viku síðar, flutti Bryndís aðra ræðu. Hún var í takti við margar aðrar sem Bryndís hefur farið með síðustu vikur. Þar sagði að „ef Flokkur fólksins vill senda út einhverjar pillur um að stjórnarandstaðan sé í málþófi í 1. umræðu þegar það er bara mjög skýrt afmarkaður tími, þá gætu þessir ágætu þingmenn kannski bara mætt í vinnuna, tekið þátt í umræðunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri hættur Um miðjan júní, rétt áður en önnur umræða um veiðigjöld hófst, stakk Bryndís niður penna og lét birta grein á Vísi. Þar sagði hún að „þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi.“ Svo boðaði Bryndís að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvergi nærri hættur í tafaleikjunum og málþófinu sem hún gagnrýndi svo hart og innilega fyrir ekki lengra síðan en í fyrravor. Nú sagði hún að þetta væri „hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki.“ Leiðtogar flokks hennar í veiðigjaldamálinu, varaformaðurinn Jens Garðar Helgason og þingmaðurinn Jón Gunnarsson, hafa tekið í svipaðan streng síðustu daga. Jens fór í pontu fyrir ekki alls löngu og sagði að það væri „heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn.“ Jón sagði að ræðurnar í málinu yrðu „eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er.“ Að vera fullkomlega ósammála sjálfum sér Þetta settu Bryndís og félagar hennar fram, og ætlast til þess að fólk trúi að henni og þeim sé alvara, þrátt fyrir að nær öll met sem hægt er að setja í tafaleikjum og málþófi hafi verið sett á því stutta þingi sem nú stendur yfir, og hófst í febrúar vegna síðustu kosninga. Þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í 1. umræðu, þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í umræðum um fríverslunarsamninga sem enginn var þó á móti, þrátt fyrir að fullorðið fólk úr stjórnarandstöðu hafi séð næsta áramótaskaup fyrir efni sem dugi í það allt með framgöngu sinni í umræðu um plasttappamál þegar örfáir dagar voru liðnir af þinginu. Þrátt fyrir að 3. umræða um nýtt námsmat, sem er að stórum hluta til mál síðustu ríkisstjórnar, hafi staðið nánast jafn lengi og sama umræða um Icesave og þrátt fyrir að allt stefni í að umræða um leiðréttingu veiðigjalds stefni í að verða sú lengsta í sögunni á allra næstu dögum. Þetta segja þau þrátt fyrir að flokkur þeirra hafi farið oftar í umræður um atkvæðagreiðslur en nokkur annar flokkur síðastliðinn tæpan áratug. Umræður sem eiga sér engan annan tilgang en að tefja lýðræðislegan framgang þingmála meiri hlutans á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega orðinn ósammála sjálfum sér. Það eina sem hefur breyst er að hann stýrði áður og eina hefðin sem hefur verið brotin er að hann stýrir ekki lengur. Svona gerist þegar flokkar sem telja sig eiga vald missa það og upplifa að einhverjar boðflennur séu sestar í valdastóla í þeirra stað. Þá vitum við það. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Þann 23. maí 2019 skrifaði sami þingmaður Sjálfstæðisflokks, þá í stjórnarmeirihluta, grein sem birtist á Vísi. Fyrirsögn hennar var „Málþófið er séríslenskt“. Á meðal þess sem þar sagði var: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði, og þekkist nánast hvergi utan Íslands. Málþóf er séríslenskt fyrirbrigði.“ Síðar í greininni sagði: „Daga og nætur eru þingfundirnir undirlagðir af ræðum þingmanna úr einum þingflokki þar sem hver þingmaðurinn fer í ræðustól á fætur öðrum og samflokksþingmennirnir tínast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hólinu hvers til annars, það er gott að fá klapp á bakið. Þrátt fyrir að túlka megi þingsköp, sem skapa rammann um hvernig þinghaldi skuli háttað, með þeim hætti að þingmönnum sé frjálst að halda uppi umræðu endalaust, þá er þar kveðið skýrt á um að andsvör séu aðeins heimiluð með leyfi forseta. Þá er einnig að finna heimild í 71. gr. þingskapalaga til þess að takmarka umræður. Ég tel rétt og eðlilegt að þingheimur hugi að þessum heimildum til framtíðar. Núverandi fyrirkomulag, þar sem fámennur hópur stjórnarandstæðinga getur tekið þingið í gíslingu, gengur ekki til framtíðar.“ Þegar tafir urðu í 1. umræðu var málþóf Mig langar næst að grípa niður í ræðu sem var flutt á Alþingi 18. apríl í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Þá sagði sama Bryndís, enn í stjórnarmeirihluta, eftirfarandi: „Nú er það þannig að við höfum haldið tvo langa þingfundi síðustu daga, fram eftir nóttu, og ekki kvarta ég yfir því. […] Ég ætla ekki að gagnrýna það að fólk fari í ræðu í 1. umræðu í málum. Það er mjög eðlilegt. Við eigum að gera það. En það er engin þörf á því að fólk fylli heilar 15 mínútur, margir frá hverjum þingflokki, og fari svo í andsvör við aðra kollega sína í stjórnarandstöðu. Það er einfaldlega málþóf.“ Síðan þessi orð féllu þá hefur hagur Bryndísar og Sjálfstæðisflokks breyst. Þau eru nú í stjórnarandstöðu eftir að Sjálfstæðisflokknum var hafnað með afgerandi hætti í kosningum seint á síðasta ári, kosningum sem skiluðu flokknum verstu niðurstöðu hans í sögunni. Met eftir met eftir met Bryndís er því nú í stjórnarandstöðu, þar sem flokkur hennar eltir málþófs-leikjafræði Miðflokks Bergþórs Ólasonar. Það skipulag gengur út á að andstaðan skiptist á að taka vaktir um að vera fyrir framgangi lýðræðisins, oftast nær í málum sem þeir eru ekki einu sinni ósammála. Þannig háttaði um þegar þeir ræddu um áfasta plasttappa í fjóra klukkutíma og 36 mínútur í febrúar. Það gerðist aftur þegar þeir ræddu um fríverslunarsamning við Taíland í meira en fjóra klukkutíma, aðallega um hversu rosalega sammála andstaðan væri gerð samningsins. Með því var fyrra met í umræðum um fríverslunarsamninga, sem var sett árið 2019 þegar rætt var um slíka samninga við tvö ríki sem höfðu orðið uppvís að alvarlegum mannréttindabrotum, bætt um meira en tvo og hálfan tíma. Þá er ótalið lagafrumvarp um grunnskóla sem innleiddi nýtt samræmt námsmat í íslenska grunnskóla. Um er að ræða frumvarp sem var fyrst sett fram af síðustu ríkisstjórn, er afrakstur áralangrar vinnu og er nú endurflutt með lítils háttar breytingum sem eru ekki hápólitískar. Samt tók stjórnarandstaðan sig til og ræddi um málið í þriðju umræðu, þegar það fer ekki aftur til nefndar heldur næst í atkvæðagreiðslu, í níu klukkutíma og ellefu mínútur á þremur þingfundum. Svo gerðist þetta auðvitað í umræðu um veiðigjöld. Þar var Íslandsmet sett í þeirri umræðu með vaðali sem stóð yfir í meira en 30 klukkutíma, þar sem margir úr ýmsum þingflokkum minnihlutans blóðnýttu sínar 15 mínútur og fóru svo í andsvör við kollega sína í stjórnarandstöðu. Þarna var bætt eldra met í fyrstu umræðu, sem var sett í umræðum um fjárlög, og stóð í 24 klukkutíma og 40 mínútur, bætt þannig að tekið var eftir. Nú á að taka stóra metið Nú stefnir stjórnarandstaðan á stóra metið með veiðigjaldaumræðuna: lengsta málþóf Íslandssögunnar. Sem stendur er það í þriðja sæti. Stutt er síðan að hún tók fram úr umræðu um EES-samninginn, sem varðaði aðgang að mörg hundruð milljóna manna markaði og hefur bætt lífsgæði Íslendinga meira en nokkuð annað undanfarna áratugi. Sú umræða stóð yfir í um 100 klukkutíma. Um miðjan dag í dag var stjórnarandstaðan búin að ræða leiðréttingu veiðigjalda í rúmlega 128 klukkustundir. Ef fram fer sem horfir mun veiðigjaldaþófið taka fram úr umræðu um Icesave síðar í dag, máli frá því um 15 árum sem klauf þjóðina og kallaði á að forseti landsins neitaði að undirrita lög til að vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu, Íslandsmetið, sett af Miðflokknum í innihaldslausu þvaðri um ímyndaðar hættur af innleiðingu orkupakka sumarið 2019, verður svo slegið áður en vikan verður liðin. Nú eru tafarleikir og málþóf málefnalegar umræður Núverandi stjórnarandstaða er hins vegar mjög ósammála því að það sem hún áður kallaði málþóf sé kallað málþóf eða tafaleikir. Nú eymir ekkert eftir af kröfum um breytingu á þingskaparlögum. Nú er enginn þar að kalla eftir því að nota 71. greinina til að takmarka umræður þegar „fámennur hópur stjórnarandstæðinga“ tekur þingið í gíslingu. Í ræðu sem Bryndís Haraldsdóttir flutti 13. maí síðastliðinn sagði hún meðal annars að hún vildi „bara vísa því á bug að við höfum hér staðið í málþófi og tafaleikjum þegar við höfum átt málefnalegar umræður um mikilvæg mál.“ Þann 21. maí, rúmlega viku síðar, flutti Bryndís aðra ræðu. Hún var í takti við margar aðrar sem Bryndís hefur farið með síðustu vikur. Þar sagði að „ef Flokkur fólksins vill senda út einhverjar pillur um að stjórnarandstaðan sé í málþófi í 1. umræðu þegar það er bara mjög skýrt afmarkaður tími, þá gætu þessir ágætu þingmenn kannski bara mætt í vinnuna, tekið þátt í umræðunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn hvergi nærri hættur Um miðjan júní, rétt áður en önnur umræða um veiðigjöld hófst, stakk Bryndís niður penna og lét birta grein á Vísi. Þar sagði hún að „þegar þeir sem fara með völdin forgangsraða því frekar að gagnrýna og fussa af oflæti yfir umræðunni sjálfri í stað málanna sem um er rætt, þá er fokið í flest skjól. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum ekki á lýðræðislega umræðu sem óþarfa. Við tökum umræðuna því við tökum aðhaldshlutverk okkar alvarlega. Við ræðum frumvörp ekki til þess að tefja, heldur til þess að tryggja að þau séu vönduð, ígrunduð og réttlát. Það er ekki stjórnarandstaðan sem er að valda töfum á Alþingi.“ Svo boðaði Bryndís að Sjálfstæðisflokkurinn væri hvergi nærri hættur í tafaleikjunum og málþófinu sem hún gagnrýndi svo hart og innilega fyrir ekki lengra síðan en í fyrravor. Nú sagði hún að þetta væri „hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki. Og við ætlum ekki að bregðast því hlutverki.“ Leiðtogar flokks hennar í veiðigjaldamálinu, varaformaðurinn Jens Garðar Helgason og þingmaðurinn Jón Gunnarsson, hafa tekið í svipaðan streng síðustu daga. Jens fór í pontu fyrir ekki alls löngu og sagði að það væri „heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn.“ Jón sagði að ræðurnar í málinu yrðu „eins margar eins og þarf til þess að koma einhverju viti í þetta mál sem er hér til umræðu. Það er ómögulegt og ekki hægt fyrir okkur að hætta umræðu um þetta mál á meðan staðan í því er eins og hún er.“ Að vera fullkomlega ósammála sjálfum sér Þetta settu Bryndís og félagar hennar fram, og ætlast til þess að fólk trúi að henni og þeim sé alvara, þrátt fyrir að nær öll met sem hægt er að setja í tafaleikjum og málþófi hafi verið sett á því stutta þingi sem nú stendur yfir, og hófst í febrúar vegna síðustu kosninga. Þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í 1. umræðu, þrátt fyrir að Íslandsmet hafi verið sett í umræðum um fríverslunarsamninga sem enginn var þó á móti, þrátt fyrir að fullorðið fólk úr stjórnarandstöðu hafi séð næsta áramótaskaup fyrir efni sem dugi í það allt með framgöngu sinni í umræðu um plasttappamál þegar örfáir dagar voru liðnir af þinginu. Þrátt fyrir að 3. umræða um nýtt námsmat, sem er að stórum hluta til mál síðustu ríkisstjórnar, hafi staðið nánast jafn lengi og sama umræða um Icesave og þrátt fyrir að allt stefni í að umræða um leiðréttingu veiðigjalds stefni í að verða sú lengsta í sögunni á allra næstu dögum. Þetta segja þau þrátt fyrir að flokkur þeirra hafi farið oftar í umræður um atkvæðagreiðslur en nokkur annar flokkur síðastliðinn tæpan áratug. Umræður sem eiga sér engan annan tilgang en að tefja lýðræðislegan framgang þingmála meiri hlutans á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega orðinn ósammála sjálfum sér. Það eina sem hefur breyst er að hann stýrði áður og eina hefðin sem hefur verið brotin er að hann stýrir ekki lengur. Svona gerist þegar flokkar sem telja sig eiga vald missa það og upplifa að einhverjar boðflennur séu sestar í valdastóla í þeirra stað. Þá vitum við það. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun