Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar 3. júlí 2025 08:32 Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar