Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 19:31 Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun