Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 12:11 Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor segir að raunkostnaður við skráningu í Háskóla Íslands sé metinn á 180 þúsund krónur en helst vill hún að framlög ríkisisn séu aukin, annars þurfi ráðherra að leyfa skólanum ða hækka skrásetningagjald. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar. Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira