„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 13:01 Logi Einarsson segir langtímaverkefni að snúa við fjármögnun háskólakerfisins. Vísir/Vilhelm Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Í maí sendu rektorar allra opinberu háskólanna erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra og óskuðu eftir heimild til að hækka skrásetningagjöld nemenda. Gjaldið er nú 75 þúsund krónur en háskólaráð segir raunkostnað vera 180 þúsund krónur. Logi Einarsson háskólaráðherra segir málið vera í skoðun í ráðuneytinu. „Það kemur mér ekki á óvart að þessi ósk komi fram. Ég veit ekki nákvæmlega hvort 180 þúsund sé rétt tala. Hins vegar hafa skrásetningagjöld Háskólans ekki hækkað síðan 2014 en verðlag hefur hækkað síðan þannig að þetta er bara mál sem við þurfum að skoða,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu Sýnar. Hann segir að ráðuneytinu hafi borist bréf fyrir helgi og að málið verði rætt á þinginu í vetur. Engin ákvörðun um hækkun gjalda verði tekin nema með lögum. Óábyrgt sé að gefa sér niðurstöðu áður en málið sé skoðað. Í viðtali við Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í gær sagði hún háskólakerfið vera vanfjármagnað og að æskilegt væri að hið opinbera kæmi til móts við skólana. „Það er alveg rétt að við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað talsvert undir OECD meðaltali og það hefur þannig í mjög mörg ár. Það er langtímaverkefni að snúa því við,“ segir Logi. „Það sem við erum að gera núna það er að skoða með hvaða hætti við getum styrkt fjármögnunina, með hvaða hætti við getum búið til háskólasamfélag hér sem er skilvirkt og gott. Það eru sjö háskólar hér í landinu og við erum að leita allra leiða til að nýta fjármögnunina sem best.“ „Nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála“ Stúdentar hafa mótmælt fyrirhugaðri hækkun harðlega og þar að auki mótmælt útreikningum háskólaráðs á gjaldinu. Það eigi aðeins að mæta kostnaði af skráningu nemenda í skólann en stúdentar vilja meina að útreikningar hafi sýnt að peningurinn væri einnig nýttur til að mæta kostnaði af skipulagi prófa og kennslu. „Mér skilst að í gegnum tíðina þá hafi verið ágreiningur á milli stúdenta og skólanna um hver kostnaðurinn raunverulega er. Það er mjög mikilvægt að ráðuneytið fái öll gögn frá háskólanum þannig að við getum lagt mat á þetta. Það er nauðsynlegt að allir aðilar séu sammála hvað í þessu felst.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira