Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar 12. júlí 2025 09:01 Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Matthías Arngrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun