Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun