Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 08:32 Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar