Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að beiting margumrædds ákvæðis þingskaparlaga til þess að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni lita allt kjörtímabilið. Vísir/Anton brink Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira