Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar 31. júlí 2025 06:00 1. Inngangur og réttaróvissa Í íslenskum rétti hefur um langa hríð ríkt töluverð réttaróvissa um fjárhagsleg réttindi og skyldur einstaklinga við slit óvígðrar sambúðar. Ólíkt því sem gildir um hjúskap, þar sem hjúskaparlög nr. 31/1993 setja skýran ramma um fjármál hjóna, skortir heildstæða löggjöf sem tekur af skarið um skiptingu eigna og skulda sambúðarfólks. Þetta lagalega tómarúm hefur leitt til þess að dómstólar hafa, með vísan til meginreglna fjármunaréttar, mótað þær óskráðu reglur sem gilda á þessu sviði. Markmið þessarar greinar er að greina stuttlega þá réttarframkvæmd sem hefur þróast, með sérstakri áherslu á hina formlegu meginreglu um séreignarhald, þau frávik sem dómstólar hafa viðurkennt á grundvelli fjárhagslegrar samstöðu, og þýðingu samninga og réttrar skráningar eigna. 2. Meginreglan um séreign og sönnunarbyrði Meginreglan sem dómstólar hafa lagt til grundvallar við fjárslit óvígðrar sambúðar er sú að hvor aðili heldur sínum eignum og ber ábyrgð á sínum skuldum. Stofnun sambúðar leiðir því ekki sjálfkrafa til sameignar um þær eignir sem aðilar eru skráðir fyrir eða eignast á sambúðartímanum. Þessi regla endurspeglar það viðhorf að líta beri á sambúðarfólk sem tvo fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga. Dómaframkvæmd hefur staðfest þetta sjónarmið með afgerandi hætti, eins og sést í dómi Hæstaréttarfrá25. ágúst 2014 í máli 467/2014, þar sem fram kemur að við fjárslit beri að líta svo á að hvorum aðila tilheyri sínar eignir og komi þær ekki til skipta. Þessi regla hefur verið ítrekuð í síðari réttarframkvæmd, svo sem úrskurði Landsréttarfrá13. desember 2022 í máli nr. 617/2022. Af þessari meginreglu leiðir að formleg skráning eigna, svo sem þinglýst eignarheimild að fasteign eða skráning ökutækis, veitir fullnægjandi líkindi fyrir eignarrétti. Sá aðili sem vefengir hina formlegu skráningu ber því sönnunarbyrði fyrir því að raunverulegt eignarhald sé annað en skráningin gefur til kynna. Þetta er staðfest í fjölmörgum dómum, þar á meðal áðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 467/2014. Sú sönnunarbyrði getur þó reynst þung í framkvæmd, eins og dæmin sanna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttarfrá18. desember 2012 í máli nr. 718/2012, þar sem kröfum um hlutdeild í fasteign skráðri á nafn hins aðilans var hafnað þar sem framlög til eignamyndunar voru ekki talin nægilega sönnuð. 3. Frávik frá meginreglu vegna fjárhagslegrar samstöðu Þrátt fyrir framangreinda meginreglu hefur dómaframkvæmd þróast á þann veg að viðurkennt hefur verið að víkja megi frá henni við sérstakar aðstæður. Þetta á einkum við þegar sýnt er fram á að með aðilum hafi ríkt veruleg fjárhagsleg samstaða og að eignir hafi myndast fyrir sameiginlegt framtak, óháð því á hvorn aðilann þær eru skráðar. Í dómi Hæstaréttarfrá6. júní 2023 í máli nr. 10/2023 er þessu lýst svo: „Á sambúðartíma kann þó að hafa myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki eða eignir þeirra og framlög blandast saman. Hefur í dómaframkvæmd verið viðurkennt að með því geti stofnast til sameignar sambúðarfólks óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum ...“. Við þetta mat líta dómstólar til margvíslegra þátta, þar á meðal lengdar sambúðar, efnahags við upphaf hennar, sameiginlegra barna, vinnuframlags innan og utan heimilis og hvernig fjármálum hefur verið hagað, sbr. upptalningu í dómiHæstaréttarfrá5. apríl 2017 í máli nr. 152/2017. Hafa dómstólar jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að skipta beri eignum jafnt vegna langrar sambúðar og ríkrar fjárhagslegrar samvinnu. Þessi dómafordæmi sýna að dómstólar hafa talið sig bæra til að hnekkja formlegri skráningu á grundvelli óskráðra reglna sem byggja á heildstæðu mati á framlögum beggja aðila. Bæði bein fjárframlög og óbein framlög, svo sem vinnuframlag á heimili og umönnun barna sem gerir hinum kleift að afla tekna, geta þar haft þýðingu, líkt og rakið var í dómi Hæstaréttarfrá17. mars 2005 í máli nr. 363/2004. Engu að síður er slíkt heildarmat ávallt einstaklingsbundið og þröskuldurinn hár, eins og sést í úrskurði Landsréttarfrá25. júní 2024 í máli nr. 417/2024 þar sem ekki var talið sannað að óbeint vinnuframlag hefði leitt til eignamyndunar sem réttlætti hlutdeild í eignum makans. 4. Þýðing samninga og skráningar eignarhlutfalla Til að draga úr þeirri óvissu sem fylgir alla jafna dómsúrlausn ágreiningsmála er gerð sambúðarsamninga mikilvæg forvörn. Með skýrum samningum um eignarhald, framlög og skiptingu við slit geta aðilar sjálfir skapað þann réttarramma sem þeir telja sanngjarnan. Slíkir samningar eru að meginreglu bindandi milli aðila. Dómaframkvæmd sýnir að dómstólar geta vikið samningi til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ef hann telst ósanngjarn, meðal annars með hliðsjón af langri sambúð, fjárhagslegri samstöðu og verulegu misræmi milli umsaminnar greiðslu og raunverulegra verðmæta. Samhliða samningagerð er nákvæm og rétt skráning eigna sömuleiðis grundvallaratriði. Ef eignarhlutföll eru skráð í samræmi við raunveruleg framlög aðila og verkaskiptingu er mun erfiðara að hnekkja þeirri skráningu síðar. 5. Niðurlag Samandregið er ljóst að réttarumhverfi óvígðs sambúðarfólks einkennist af flóknu samspili milli reglna um eignarhald og sanngirnismat sem þróast hefur í dómaframkvæmd. Meginreglan um séreign stendur föstum fótum en dómstólar hafa skapað svigrúm til frávika þegar rík fjárhagsleg samstaða og sameiginleg eignamyndun er sönnuð. Sönnunarbyrðin fyrir slíku er þó oft erfið og hvílir á þeim sem vefengir skráð eignarhald eftir almennum réttarfarsreglum. Sú réttaróvissa sem þessu fylgir, ásamt þeim kostnaði sem getur hlotist af skiptameðferð og málaferlum, undirstrikar mikilvægi þess að sambúðarfólk geri með sér skýra samninga og gæti að réttri skráningu eigna. Að mati höfundar eru slíkar ráðstafanir ótvírætt til þess fallnar að tryggja fyrirsjáanleika og réttaröryggi við slit sambúðar. Höfundur er löglærður fulltrúi hjá Lögmannsstofu Sævar Þór & Partners. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Fjölskyldumál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
1. Inngangur og réttaróvissa Í íslenskum rétti hefur um langa hríð ríkt töluverð réttaróvissa um fjárhagsleg réttindi og skyldur einstaklinga við slit óvígðrar sambúðar. Ólíkt því sem gildir um hjúskap, þar sem hjúskaparlög nr. 31/1993 setja skýran ramma um fjármál hjóna, skortir heildstæða löggjöf sem tekur af skarið um skiptingu eigna og skulda sambúðarfólks. Þetta lagalega tómarúm hefur leitt til þess að dómstólar hafa, með vísan til meginreglna fjármunaréttar, mótað þær óskráðu reglur sem gilda á þessu sviði. Markmið þessarar greinar er að greina stuttlega þá réttarframkvæmd sem hefur þróast, með sérstakri áherslu á hina formlegu meginreglu um séreignarhald, þau frávik sem dómstólar hafa viðurkennt á grundvelli fjárhagslegrar samstöðu, og þýðingu samninga og réttrar skráningar eigna. 2. Meginreglan um séreign og sönnunarbyrði Meginreglan sem dómstólar hafa lagt til grundvallar við fjárslit óvígðrar sambúðar er sú að hvor aðili heldur sínum eignum og ber ábyrgð á sínum skuldum. Stofnun sambúðar leiðir því ekki sjálfkrafa til sameignar um þær eignir sem aðilar eru skráðir fyrir eða eignast á sambúðartímanum. Þessi regla endurspeglar það viðhorf að líta beri á sambúðarfólk sem tvo fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga. Dómaframkvæmd hefur staðfest þetta sjónarmið með afgerandi hætti, eins og sést í dómi Hæstaréttarfrá25. ágúst 2014 í máli 467/2014, þar sem fram kemur að við fjárslit beri að líta svo á að hvorum aðila tilheyri sínar eignir og komi þær ekki til skipta. Þessi regla hefur verið ítrekuð í síðari réttarframkvæmd, svo sem úrskurði Landsréttarfrá13. desember 2022 í máli nr. 617/2022. Af þessari meginreglu leiðir að formleg skráning eigna, svo sem þinglýst eignarheimild að fasteign eða skráning ökutækis, veitir fullnægjandi líkindi fyrir eignarrétti. Sá aðili sem vefengir hina formlegu skráningu ber því sönnunarbyrði fyrir því að raunverulegt eignarhald sé annað en skráningin gefur til kynna. Þetta er staðfest í fjölmörgum dómum, þar á meðal áðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 467/2014. Sú sönnunarbyrði getur þó reynst þung í framkvæmd, eins og dæmin sanna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttarfrá18. desember 2012 í máli nr. 718/2012, þar sem kröfum um hlutdeild í fasteign skráðri á nafn hins aðilans var hafnað þar sem framlög til eignamyndunar voru ekki talin nægilega sönnuð. 3. Frávik frá meginreglu vegna fjárhagslegrar samstöðu Þrátt fyrir framangreinda meginreglu hefur dómaframkvæmd þróast á þann veg að viðurkennt hefur verið að víkja megi frá henni við sérstakar aðstæður. Þetta á einkum við þegar sýnt er fram á að með aðilum hafi ríkt veruleg fjárhagsleg samstaða og að eignir hafi myndast fyrir sameiginlegt framtak, óháð því á hvorn aðilann þær eru skráðar. Í dómi Hæstaréttarfrá6. júní 2023 í máli nr. 10/2023 er þessu lýst svo: „Á sambúðartíma kann þó að hafa myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki eða eignir þeirra og framlög blandast saman. Hefur í dómaframkvæmd verið viðurkennt að með því geti stofnast til sameignar sambúðarfólks óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum ...“. Við þetta mat líta dómstólar til margvíslegra þátta, þar á meðal lengdar sambúðar, efnahags við upphaf hennar, sameiginlegra barna, vinnuframlags innan og utan heimilis og hvernig fjármálum hefur verið hagað, sbr. upptalningu í dómiHæstaréttarfrá5. apríl 2017 í máli nr. 152/2017. Hafa dómstólar jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að skipta beri eignum jafnt vegna langrar sambúðar og ríkrar fjárhagslegrar samvinnu. Þessi dómafordæmi sýna að dómstólar hafa talið sig bæra til að hnekkja formlegri skráningu á grundvelli óskráðra reglna sem byggja á heildstæðu mati á framlögum beggja aðila. Bæði bein fjárframlög og óbein framlög, svo sem vinnuframlag á heimili og umönnun barna sem gerir hinum kleift að afla tekna, geta þar haft þýðingu, líkt og rakið var í dómi Hæstaréttarfrá17. mars 2005 í máli nr. 363/2004. Engu að síður er slíkt heildarmat ávallt einstaklingsbundið og þröskuldurinn hár, eins og sést í úrskurði Landsréttarfrá25. júní 2024 í máli nr. 417/2024 þar sem ekki var talið sannað að óbeint vinnuframlag hefði leitt til eignamyndunar sem réttlætti hlutdeild í eignum makans. 4. Þýðing samninga og skráningar eignarhlutfalla Til að draga úr þeirri óvissu sem fylgir alla jafna dómsúrlausn ágreiningsmála er gerð sambúðarsamninga mikilvæg forvörn. Með skýrum samningum um eignarhald, framlög og skiptingu við slit geta aðilar sjálfir skapað þann réttarramma sem þeir telja sanngjarnan. Slíkir samningar eru að meginreglu bindandi milli aðila. Dómaframkvæmd sýnir að dómstólar geta vikið samningi til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ef hann telst ósanngjarn, meðal annars með hliðsjón af langri sambúð, fjárhagslegri samstöðu og verulegu misræmi milli umsaminnar greiðslu og raunverulegra verðmæta. Samhliða samningagerð er nákvæm og rétt skráning eigna sömuleiðis grundvallaratriði. Ef eignarhlutföll eru skráð í samræmi við raunveruleg framlög aðila og verkaskiptingu er mun erfiðara að hnekkja þeirri skráningu síðar. 5. Niðurlag Samandregið er ljóst að réttarumhverfi óvígðs sambúðarfólks einkennist af flóknu samspili milli reglna um eignarhald og sanngirnismat sem þróast hefur í dómaframkvæmd. Meginreglan um séreign stendur föstum fótum en dómstólar hafa skapað svigrúm til frávika þegar rík fjárhagsleg samstaða og sameiginleg eignamyndun er sönnuð. Sönnunarbyrðin fyrir slíku er þó oft erfið og hvílir á þeim sem vefengir skráð eignarhald eftir almennum réttarfarsreglum. Sú réttaróvissa sem þessu fylgir, ásamt þeim kostnaði sem getur hlotist af skiptameðferð og málaferlum, undirstrikar mikilvægi þess að sambúðarfólk geri með sér skýra samninga og gæti að réttri skráningu eigna. Að mati höfundar eru slíkar ráðstafanir ótvírætt til þess fallnar að tryggja fyrirsjáanleika og réttaröryggi við slit sambúðar. Höfundur er löglærður fulltrúi hjá Lögmannsstofu Sævar Þór & Partners.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun