Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer, Snorri Hallgrímsson, Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir, Ida Karólína Harris, Antonia Hamann og Julien Nayet-Pelletier skrifa 1. ágúst 2025 15:10 Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa verið milli tannanna á fólki ýmsar hugleiðingar um tækifæri til olíuleitar á drekasvæðinu. Núna síðast sagði Jóhann Páll, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðspurður að ríkisstjórnin hafi hvorki hug á að ýta undir né leggja bann við olíuleit. Slík afstaða er ekki hlutlaus – hún viðheldur möguleikum á starfsemi sem gengur gegn loftslagsmarkmiðum Íslands, alþjóðlegum skuldbindingum og náttúruvernd. Þetta telja undirrituð vera óvarlega stefnu og kalla eftir því að ráðherra og ríkisstjórn standi við yfirlýst loforð síns flokks og leggi fram bann við leit og nýtingu á jarðefnaeldsneyti í lögsögu Íslands. Slíkt bann er einmitt stefnu- og kosningamál Samfylkingarinnar. Það sama gildir um stefnu annarra flokka í ríkisstjórn. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu og hefur skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Jafnframt hefur það að kolefnishlutleysi skuli náð eigi síðar en 2040 verið bundið í lög. IPCC, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur ítrekað varað við því að meirihluti jarðefnaeldsneytis verði að haldast neðanjarðar til þess að hlýnun jarðar fari ekki fram úr 1,5°C. Að halda dyrunum opnum fyrir olíuiðnaði er bein ógn við þau markmið. Drekasvæðið er vistfræðilega viðkvæmt svæði sem ber að vernda. Þar er að finna fjölbreytt vistkerfi, fjallgarða og kóralla. Í greinargerð sem fylgdi eldra frumvarpi til laga um bann við olíuleit segir að „á svæðinu er jafnframt að finna fjölbreytt vistkerfi og margslungna náttúru sem verðskuldar friðlýsingu sjálfrar sín vegna“. Loftslagsráðherra á að vera í fararbroddi loftslagsbaráttunnar. Við eigum að standa við skuldbindingar okkar og leiða Ísland inn í framtíðina, ekki gefa kost á iðnaði sem ýtir undir loftslagsbreytingar og grefur undan trúverðugleika landsins á alþjóðavettvangi. Við minnum einnig á nýlegt álit Alþjóðadómstólsins (ICJ), þar sem kemur skýrt fram að ríki sem láta hjá líða að bregðast við loftslagsbreytingum, meðal annars með því að veita leyfi fyrir olíuleit eða styðja við framleiðslu jarðefnaeldsneytis, kunni að gerast brotleg við alþjóðalög. Við krefjumst þess að ráðherra og ríkisstjórnin geri það sem rétt er: Lögfesti skýrt og óafturkræft bann við olíuleit og vinnslu jarðefnaeldsneytis í íslenskri lögsögu. Taki virkan þátt í að leiða orkuskipti með áherslu á hreina og sjálfbæra orkuframleiðslu. Standi við alþjóðlegar skuldbindingar og eigin kosningaloforð — án undanbragða. Við berum siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart komandi kynslóðum, náttúrunni og heiminum öllum að taka loftslagsvána alvarlega. Núna þurfa orð að verða að aðgerðum. Virðingarfyllst, stjórn Ungra umhverfissinna Laura Sólveig Lefort Scheefer, Forseti Snorri Hallgrímsson, Varaforseti Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir, Gjaldkeri Jóhanna Malen Skúladóttir, Náttúruverndarfulltrúi Ida Karólína Harris, Loftslagsfulltrúi Antonia Hamann, Hringrásarfulltrúi Julien Nayet-Pelletier, Fræðslufulltrúi
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun