Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 07:33 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. „Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum.
Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira