Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 16:46 Fyrirlesturinn átti að fara fram í sal á Þjóðminjasafninu. Vísir/Vilhelm Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira