Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 7. ágúst 2025 11:01 Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Íslendingar hafa meira að segja sjálfir talið það vera mikið gæfuspor að vera nú þegar stór hluti af Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Þannig að eftir einhverju er að slægjast. Förum fyrst yfir 4 atriði sem koma fram í grein Sigurðar Kára. Fíllinn í postulínsbúðinni er krónan 1.Fyrsti punkturinn hans er að minna á bankahrunið 2008. Þar dregur Sigurður Kári vel fram þær hrikalegu afleiðingar sem bankahrunið hafði í för með sér, ekki síst gjaldeyrishöft, hækkun vaxta og verðbólgu, hækkun verðtryggðra lána og gengistryggðra lána og almenna niðursveiflu í hagkerfinu. Hins vegar nefnir Sigurður Kári ekki einu nafni, eina meginástæðu fyrir þessum afleiðingum og það er að sjálfsögðu gjaldmiðillinn, hin íslenska króna. Auðvitað var stór orsakavaldur hrunsins hin gríðarlega skuldasöfnun íslensku bankanna en krónan átti sinn hlut í að framkalla þær hörmungar m.a. vegna vaxtamunarviðskipta. Síðan jók króna enn frekar á vandann eftir hrunið. Hin íslenska tvíburakreppa Ólíkt öðrum ríkjum Evrópu gekk Ísland í gegnum svokallaða tvíburakreppu sem er bæði fjármálakreppa og gjaldeyriskreppa. Að hafa eigin gjaldmiðil á tímum fjármálakreppu var okkur mjög erfitt enda hrundi gjaldmiðill okkar með ofangreindum afleiðingum. Að meðan aðrar Evrópuþjóðir upplifðu „einungis“ fjármálakreppu upplifði Ísland einnig algjört hrun gjaldmiðilsins síns sem kostaði okkur öll mikið. Við megum ekki gleyma því að gengisfellingar gerast iðulega á kostnað almennings þar sem miklir fjármunir flytjast frá almenningi og til útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Gengisfellingar rýra ekki einungis krónueignir almennings heldur orsaka þær sömuleiðis verðbólgu, ekki síst í landi sem reiðir sig mikið á innflutning eins og Ísland. Þegar gengi krónunnar lækkar, þá hækka innfluttar vörur. Og þá hækkar verðbólgan og þá hækka vextir. Hinir stóru hafa yfirgefið krónuna Við skulum líka muna að stærstu fyrirtæki landsins, þar með talið sjávarútvegsfyrirtækin, hafa fyrir löngu yfirgefið krónuna og íslenska vexti. Stóru fyrirtækin gera flest upp í evrum eða dollar og stunda meginhluta sinna bankaviðskipti við erlenda banka, en ekki bara við hinar innlendu rándýru bankastofnanir eins og almenningur. Á meðan eru íslensk heimili og fyrirtæki látin sitja uppi með einn sveiflukenndasta gjaldmiðil í heimi og mjög háa vexti. Í Evrópu eru stýrivextir núna 2,15% á meðan á Íslandi eru þeir 7,5%. Ekki flókið reikningsdæmi hér á ferðinni. Það er ekki heldur rétt hjá Sigurði Kára að fullyrða að það séu einkum launahækkanir sem valdi verðþrýstingi frekar en breytingar á gjaldmiðlinum. Í litlu, útflutningsdrifnu hagkerfi eins og Íslandi hafa gengisfellingar meiri, hraðari og beinni áhrif á verðbólgu og vaxtahækkanir en launahækkanir. Er Danmörk ekki fullvalda ríki? 2. Annar punktur úr greininni sem vert er að skoða betur er að Sigurður Kári telur ýmsa kosti við að vera utan aðildar, ekki síst þegar kemur að ríkisfjármálunum. Hann talar um að við höfum „tekið málin í eigin hendur“ eftir bankahrunið. Sigurður Kári lætur í veðri vaka að hér hefði verið hægt að loka fjárlagagatinu, lækka suma skatta og hækka aðra, lækka ríkisskuldir og skuldir heimilanna, afnema höft og greiða inn á lífeyrisskuldbindingar, vegna þess að Ísland var fyrir utan aðild ESB. Þetta er kolrangt og lýsir vanþekkingu á regluverki ESB. Ísland hefði getað ráðist í allar þessar aðgerðir þótt landið hefði verið með fulla aðild að Evrópusambandinu. Það er gömul mýta að telja að aðildarríki ESB séu ekki fullvalda ríki og „geti ekki tekið málin í eigin hendur“. Telur einhver að Danmörk og Frakkland, eða Ítalía og Spánn, séu ekki fullvalda ríki og þau geti ekki ákveðið sín eigin fjárlög eða sína skattastefnu? Eða ákveðið að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar sínar? Auðvitað eru ríki ESB fullvalda þar sem þjóðþingin takast á um fjárlög og skattamál eins og er gert á Alþingi. Við eigum miklum frekar að nálgast Evrópuspurninguna þannig að með aðild væri Ísland að öðlast meira fullveldi og meiri áhrif á sín eigin mál í breyttum heimi. Ekki síst í ljósi þess að forsvarmenn Evrópusambandsins hafa ítrekað bent á að Ísland er nú þegar að innleiða um 75- 80% af meginlöggjöf Evrópusambandsins vegna EES-samningsins án nokkurra áhrifa okkar. Að bíða frammi á gangi Það eru meira að segja til frásagnir af íslenskum embættismönnum sem hafa bókstaflega þurft að bíða fyrir utan fundarherbergi í Brussel í þeirri von að geta náð í fólk sem er taka ákvarðanir sem varða okkur. Það skiptir einfaldlega máli að sitja við borðið en það gerum við ekki núna. Í þessu sambandi má enn og aftur á að áhrif smáríkja í ESB eru mikil og langt umfram stærð þeirra. Forseti Evrópuþingsins er til dæmis nú frá Möltu sem er svipað fjölmennt ríki og Ísland. Lúxemborg er annað svipað fjölmennt land og Ísland, sem hefur margsannað áhrif sín innan sambandsins, og hafa þar með talið átt forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem er einmitt staðan sem þýska konan Ursula von der Leyen gegnir núna. Þá er minnt á að þingmenn Evrópuþingsins raða sér í flokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir hægri menn á Evrópuþinginu verða því með evrópskum hægri mönnum í þingflokki en ekki með öðrum íslenskum Evrópuþingmönnum. Er einn meðalhiti í Evrópu? 3. Förum núna yfir þriðja atriðið sem Sigurður Kári nefnir sérstaklega og það er samanburður milli Íslands og ESB. Hann nefnir að hagvöxtur og kaupmáttarvöxtur hafi verið hærri á Íslandi en hjá ESB. Það er stundum rétt og stundum ekki. En svona samanburður milli 400 þúsund manna samfélags og 450 milljóna samfélags er ansi sérkennilegur. Hagvöxtur í Reykjavík er t.d. ekki sá sami og á Reyðarfirði. Það er hægt að finna fjölmörg dæmi um 400.000 manna samfélög í ESB sem hafa haft meiri hagvöxt en Ísland. Það er meira að segja hægt að finna einstök aðildarríki ESB sem hafa haft meiri hagvöxt en Ísland á því árabili sem Sigurður Kári notar, s.s. Pólland, Írland, Eistland og Litháen. Það sjá hins vegar vonandi flestir fáránleikann í að bera meðalhagvöxt Íslands við einn meðalhagvöxt í 27 Evrópuríkjum! Sama má segja um atvinnuleysi en það getur að sjálfsögðu verið mjög misjafnt á milli aðildarríkja og hvað þá milli einstakra svæða og borga. Að nota svona samanburð er eins og tala um að Evrópusambandið hafi einn meðalhita sem ætti að miða við, þegar við vitum að meðalhitinn í Grikklandi er ekki sá sami og á Írlandi. Ísland með hærri verðbólgu, vexti, verðtryggingu og verðlag En ef við ætlum í samanburðarfræðin þá er auðvelt að benda á samanburð sem er ESB í hag. Lítum bara á verðbólguna, vextina, verðtrygginguna, matvælverðið, fákeppnina. Í þessum hæpnu samanburðarfræðum nefnir Sigurður Kári hins vegar réttilega að Íslands er um það bil 9. ríkasta þjóð í heimi og það er auðvitað mjög góður árangur. En aftur, þá eru dæmi um aðildarríki ESB sem eru „ríkari“ en Ísland og þar með talið Lúxemborg, Írland, Holland og stundum Danmörk. Auðvitað hefur ýmislegt gengið vel á Íslandi en margt af því má rekja til EES-samningsins sem margfaldaði markað íslenskra fyrirtækja og stórbætti lykillöggjöf Íslendinga á sviði fjármála, viðskipta, neytendamála, samkeppnismála, persónuverndar og umhverfismála. Við stimpluðum löggjöfina án áhrifa Það vitum við Sigurður Kári, sem höfum báðir setið á Alþingi og tekið við evrópsku löggjöfinni eins og ekkert sé. Annað sem Sigurður Kári nefnir er árangur Íslands í jafnréttismálum, launajöfnuði, lífskjörum og atvinnuþátttöku kvenna. Að Ísland verji titilinn sinn í þeim efnum breytist að sjálfsögðu ekki við aðild eins og Sigurður Kári gefur til kynna. Kynjajafnrétti er hátt á Íslandi, en það er líka hátt í Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Þýskalandi, sem eru öll í ESB. Og lífskjör eru mjög há í mörgum aðildarríkjum ESB. Ef eitthvað er getum við náð enn lengra með auknum stöðugleika, lægra matvælaverði, lægri vöxtum, minni gengisáhættu, minni verðbólgu, auknum erlendum fjárfestingum og þar með aukinni samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, auknum áhrifum, minni viðskiptakostnaði, bættum félagslegum réttindum og enga almenna verðtryggingu. Er þetta ekki eitthvað til að íhuga? Ísland fengi allan kvótann 4. Fjórði punkturinn í grein Sigurðar Kára er hefðbundinn hræðsluáróður um eftirgjöf í sjávarútvegsmálum. Þá skal aftur minnt á að grundvallarstefna ESB í sjávarútvegi snýst um veiðireynslu og engar aðrar þjóðir hafa slíka reynslu í íslensku hafi. Því myndu íslensk skip áfram sitja ein að íslenskum miðum eftir aðild Íslands. Að lokum má ekki gleyma grundvallaratriðinu að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði, ekki síst á okkar tímum. Að mínu mati er það engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Og nú hefur viðbótarröksemd við aðild Íslands bæst við og það eru öryggishagsmunir. Það er því bæði hagstætt og skynsamlegt fyrir fámenna þjóð að vera í samvinnu, samstarfi og skjóli góðra nágranna. Höfundur var annar tveggja formanna nefndar ríkisstjórnarinnar um þróun Evrópumála 2008-2009 og er nú stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Íslendingar hafa meira að segja sjálfir talið það vera mikið gæfuspor að vera nú þegar stór hluti af Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Þannig að eftir einhverju er að slægjast. Förum fyrst yfir 4 atriði sem koma fram í grein Sigurðar Kára. Fíllinn í postulínsbúðinni er krónan 1.Fyrsti punkturinn hans er að minna á bankahrunið 2008. Þar dregur Sigurður Kári vel fram þær hrikalegu afleiðingar sem bankahrunið hafði í för með sér, ekki síst gjaldeyrishöft, hækkun vaxta og verðbólgu, hækkun verðtryggðra lána og gengistryggðra lána og almenna niðursveiflu í hagkerfinu. Hins vegar nefnir Sigurður Kári ekki einu nafni, eina meginástæðu fyrir þessum afleiðingum og það er að sjálfsögðu gjaldmiðillinn, hin íslenska króna. Auðvitað var stór orsakavaldur hrunsins hin gríðarlega skuldasöfnun íslensku bankanna en krónan átti sinn hlut í að framkalla þær hörmungar m.a. vegna vaxtamunarviðskipta. Síðan jók króna enn frekar á vandann eftir hrunið. Hin íslenska tvíburakreppa Ólíkt öðrum ríkjum Evrópu gekk Ísland í gegnum svokallaða tvíburakreppu sem er bæði fjármálakreppa og gjaldeyriskreppa. Að hafa eigin gjaldmiðil á tímum fjármálakreppu var okkur mjög erfitt enda hrundi gjaldmiðill okkar með ofangreindum afleiðingum. Að meðan aðrar Evrópuþjóðir upplifðu „einungis“ fjármálakreppu upplifði Ísland einnig algjört hrun gjaldmiðilsins síns sem kostaði okkur öll mikið. Við megum ekki gleyma því að gengisfellingar gerast iðulega á kostnað almennings þar sem miklir fjármunir flytjast frá almenningi og til útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Gengisfellingar rýra ekki einungis krónueignir almennings heldur orsaka þær sömuleiðis verðbólgu, ekki síst í landi sem reiðir sig mikið á innflutning eins og Ísland. Þegar gengi krónunnar lækkar, þá hækka innfluttar vörur. Og þá hækkar verðbólgan og þá hækka vextir. Hinir stóru hafa yfirgefið krónuna Við skulum líka muna að stærstu fyrirtæki landsins, þar með talið sjávarútvegsfyrirtækin, hafa fyrir löngu yfirgefið krónuna og íslenska vexti. Stóru fyrirtækin gera flest upp í evrum eða dollar og stunda meginhluta sinna bankaviðskipti við erlenda banka, en ekki bara við hinar innlendu rándýru bankastofnanir eins og almenningur. Á meðan eru íslensk heimili og fyrirtæki látin sitja uppi með einn sveiflukenndasta gjaldmiðil í heimi og mjög háa vexti. Í Evrópu eru stýrivextir núna 2,15% á meðan á Íslandi eru þeir 7,5%. Ekki flókið reikningsdæmi hér á ferðinni. Það er ekki heldur rétt hjá Sigurði Kára að fullyrða að það séu einkum launahækkanir sem valdi verðþrýstingi frekar en breytingar á gjaldmiðlinum. Í litlu, útflutningsdrifnu hagkerfi eins og Íslandi hafa gengisfellingar meiri, hraðari og beinni áhrif á verðbólgu og vaxtahækkanir en launahækkanir. Er Danmörk ekki fullvalda ríki? 2. Annar punktur úr greininni sem vert er að skoða betur er að Sigurður Kári telur ýmsa kosti við að vera utan aðildar, ekki síst þegar kemur að ríkisfjármálunum. Hann talar um að við höfum „tekið málin í eigin hendur“ eftir bankahrunið. Sigurður Kári lætur í veðri vaka að hér hefði verið hægt að loka fjárlagagatinu, lækka suma skatta og hækka aðra, lækka ríkisskuldir og skuldir heimilanna, afnema höft og greiða inn á lífeyrisskuldbindingar, vegna þess að Ísland var fyrir utan aðild ESB. Þetta er kolrangt og lýsir vanþekkingu á regluverki ESB. Ísland hefði getað ráðist í allar þessar aðgerðir þótt landið hefði verið með fulla aðild að Evrópusambandinu. Það er gömul mýta að telja að aðildarríki ESB séu ekki fullvalda ríki og „geti ekki tekið málin í eigin hendur“. Telur einhver að Danmörk og Frakkland, eða Ítalía og Spánn, séu ekki fullvalda ríki og þau geti ekki ákveðið sín eigin fjárlög eða sína skattastefnu? Eða ákveðið að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar sínar? Auðvitað eru ríki ESB fullvalda þar sem þjóðþingin takast á um fjárlög og skattamál eins og er gert á Alþingi. Við eigum miklum frekar að nálgast Evrópuspurninguna þannig að með aðild væri Ísland að öðlast meira fullveldi og meiri áhrif á sín eigin mál í breyttum heimi. Ekki síst í ljósi þess að forsvarmenn Evrópusambandsins hafa ítrekað bent á að Ísland er nú þegar að innleiða um 75- 80% af meginlöggjöf Evrópusambandsins vegna EES-samningsins án nokkurra áhrifa okkar. Að bíða frammi á gangi Það eru meira að segja til frásagnir af íslenskum embættismönnum sem hafa bókstaflega þurft að bíða fyrir utan fundarherbergi í Brussel í þeirri von að geta náð í fólk sem er taka ákvarðanir sem varða okkur. Það skiptir einfaldlega máli að sitja við borðið en það gerum við ekki núna. Í þessu sambandi má enn og aftur á að áhrif smáríkja í ESB eru mikil og langt umfram stærð þeirra. Forseti Evrópuþingsins er til dæmis nú frá Möltu sem er svipað fjölmennt ríki og Ísland. Lúxemborg er annað svipað fjölmennt land og Ísland, sem hefur margsannað áhrif sín innan sambandsins, og hafa þar með talið átt forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem er einmitt staðan sem þýska konan Ursula von der Leyen gegnir núna. Þá er minnt á að þingmenn Evrópuþingsins raða sér í flokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir hægri menn á Evrópuþinginu verða því með evrópskum hægri mönnum í þingflokki en ekki með öðrum íslenskum Evrópuþingmönnum. Er einn meðalhiti í Evrópu? 3. Förum núna yfir þriðja atriðið sem Sigurður Kári nefnir sérstaklega og það er samanburður milli Íslands og ESB. Hann nefnir að hagvöxtur og kaupmáttarvöxtur hafi verið hærri á Íslandi en hjá ESB. Það er stundum rétt og stundum ekki. En svona samanburður milli 400 þúsund manna samfélags og 450 milljóna samfélags er ansi sérkennilegur. Hagvöxtur í Reykjavík er t.d. ekki sá sami og á Reyðarfirði. Það er hægt að finna fjölmörg dæmi um 400.000 manna samfélög í ESB sem hafa haft meiri hagvöxt en Ísland. Það er meira að segja hægt að finna einstök aðildarríki ESB sem hafa haft meiri hagvöxt en Ísland á því árabili sem Sigurður Kári notar, s.s. Pólland, Írland, Eistland og Litháen. Það sjá hins vegar vonandi flestir fáránleikann í að bera meðalhagvöxt Íslands við einn meðalhagvöxt í 27 Evrópuríkjum! Sama má segja um atvinnuleysi en það getur að sjálfsögðu verið mjög misjafnt á milli aðildarríkja og hvað þá milli einstakra svæða og borga. Að nota svona samanburð er eins og tala um að Evrópusambandið hafi einn meðalhita sem ætti að miða við, þegar við vitum að meðalhitinn í Grikklandi er ekki sá sami og á Írlandi. Ísland með hærri verðbólgu, vexti, verðtryggingu og verðlag En ef við ætlum í samanburðarfræðin þá er auðvelt að benda á samanburð sem er ESB í hag. Lítum bara á verðbólguna, vextina, verðtrygginguna, matvælverðið, fákeppnina. Í þessum hæpnu samanburðarfræðum nefnir Sigurður Kári hins vegar réttilega að Íslands er um það bil 9. ríkasta þjóð í heimi og það er auðvitað mjög góður árangur. En aftur, þá eru dæmi um aðildarríki ESB sem eru „ríkari“ en Ísland og þar með talið Lúxemborg, Írland, Holland og stundum Danmörk. Auðvitað hefur ýmislegt gengið vel á Íslandi en margt af því má rekja til EES-samningsins sem margfaldaði markað íslenskra fyrirtækja og stórbætti lykillöggjöf Íslendinga á sviði fjármála, viðskipta, neytendamála, samkeppnismála, persónuverndar og umhverfismála. Við stimpluðum löggjöfina án áhrifa Það vitum við Sigurður Kári, sem höfum báðir setið á Alþingi og tekið við evrópsku löggjöfinni eins og ekkert sé. Annað sem Sigurður Kári nefnir er árangur Íslands í jafnréttismálum, launajöfnuði, lífskjörum og atvinnuþátttöku kvenna. Að Ísland verji titilinn sinn í þeim efnum breytist að sjálfsögðu ekki við aðild eins og Sigurður Kári gefur til kynna. Kynjajafnrétti er hátt á Íslandi, en það er líka hátt í Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Þýskalandi, sem eru öll í ESB. Og lífskjör eru mjög há í mörgum aðildarríkjum ESB. Ef eitthvað er getum við náð enn lengra með auknum stöðugleika, lægra matvælaverði, lægri vöxtum, minni gengisáhættu, minni verðbólgu, auknum erlendum fjárfestingum og þar með aukinni samkeppni, sanngjarnara landbúnaðarkerfi fyrir bæði bændur og neytendur, auknum áhrifum, minni viðskiptakostnaði, bættum félagslegum réttindum og enga almenna verðtryggingu. Er þetta ekki eitthvað til að íhuga? Ísland fengi allan kvótann 4. Fjórði punkturinn í grein Sigurðar Kára er hefðbundinn hræðsluáróður um eftirgjöf í sjávarútvegsmálum. Þá skal aftur minnt á að grundvallarstefna ESB í sjávarútvegi snýst um veiðireynslu og engar aðrar þjóðir hafa slíka reynslu í íslensku hafi. Því myndu íslensk skip áfram sitja ein að íslenskum miðum eftir aðild Íslands. Að lokum má ekki gleyma grundvallaratriðinu að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Það atriði er ansi stórt atriði, ekki síst á okkar tímum. Að mínu mati er það engin tilviljun að nánast allar þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Og nú hefur viðbótarröksemd við aðild Íslands bæst við og það eru öryggishagsmunir. Það er því bæði hagstætt og skynsamlegt fyrir fámenna þjóð að vera í samvinnu, samstarfi og skjóli góðra nágranna. Höfundur var annar tveggja formanna nefndar ríkisstjórnarinnar um þróun Evrópumála 2008-2009 og er nú stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun