Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:00 Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun