Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 11. ágúst 2025 08:30 Palestínska ljóðskáldið Mosab Abu Toha hefur verið með ólíkindum duglegt að flytja okkur fréttir af stöðu mála í heimalandinu. Ódeigur með öllu lýsir hann þeim hryllingi sem fólk hans þarf að ganga í gegnum upp á hvern einasta dag. Tengdafaðir hans dó síðan fyrir stuttu vegna sprengjubrots sem hann fékk í höfuðið en Mosab, í áfalli eins og allir væru, heldur engu að síður áfram og það af aðdáunarverðum krafti. Daglegt líf í Palestínu undanfarna áratugi hefur verið þrotlaus barátta fyrir mennskunni. Í inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, samþykkt á allsherjarþingi þeirra 10. desember 1948 segir m.a.: „Þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins.“ Það er því merkilegt að þetta sama ár yfirgaf breski herinn Palestínu og í kjölfarið hrakti ísraelski herinn (IDF), stofnaður í maílok, 700.000 Palestínumenn af heimalandi sínu auk þess sem um 500 þorp voru lögð í eyði. Sjálft Ísrael hafði verið stofnað tveimur vikum fyrr eða rétt um hálfu ári áður en þessi fagurgali Sameinuðu þjóðanna var birtur. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hugsa til Gaza í dag. Landsvæðið hefur mátt þola linnulausar árásir Ísraelshers í tæp tvö ár, dyggilega studdum af Bandaríkjaher og fleiri aðilum reyndar og hreinasta helvíti blasir við. Við fáum grafísk myndskeið daglega frá svæðinu auk þess sem óháðar stofnanir hafa ítrekað vakið máls á því að Ísrael sé að mölbrjóta öll alþjóðalög. Lítum til nokkurra staðreynda, áður en lengra er haldið, sem allar eru vottaðar af óháðum, alþjóðlegum stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Rauða krossinum, Amnesty International o.s.frv. Yfir 61.000 manns hafa verið drepin (hert hefur verið á slátruninni undanfarna daga, um 100 manns myrtir daglega). Aldrei hafa jafn mörg börn verið myrt á jafn stuttum tíma, þau limlest eða gerð munaðarlaus síðan mælingar á slíku hófust. Heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, tugir sjúkrahúsa hafa verið eyðilögð og allir háskólar á svæðinu eru sundursprengdir. Tæplega 200 blaðamenn hafa verið drepnir og þeim er ekki hleypt inn á svæðið. Heilbrigðisstarfsfólk deyr og sjúkrabílar eru sprengdir í loft upp, oft með með særða innanborðs. 90% af Gaza eru nú rústir einar auk þess sem fólk er að deyja úr hungri (staðfest af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni). Palestínufólk sem leitar sér mataraðstoðar er þá skotið á færi. Takið eftir, þetta eru opinberar, sannanlegar tölur. Þetta er einfaldlega að gerast. Engu að síður fylgist lungi hins vestræna heims með eins og eitthvað annað sé í gangi. Líkt og siðleg viðmið um stríð og mannhelgi eigi ekki við einmitt þarna. Eins og Palestína sé undantekning. Og þarafleiðandi er ótrúlegasta orðasalat notað til að tala um hlutina, oft af sæmilega upplýstu fólki, orðræða sem engum dytti í hug að nota væru sömu hlutir að gerast á ... eigum við að segja ... þóknanlegra svæði? Í Þýskalandi er bannað að mótmæla þessu (spáið í því). Að benda á hið augljósa, segja frá því sem er að gerast kostar fólk æru, vinnu og það er þaggað niður í því. Og venjulega fylgja ásakanir um Gyðingaandúð, sú ómerkilega og auma smjörklípa, jafn aum og gamli fyrirvarinn um að Ísrael hafi rétt á að verja sig. Að stunda skipulögð dráp á saklausu fólki í tæp tvö ár er ekki að verja sig. Frásögnin af því sem er að gerast verður þannig skökk og hreinlega röng í meðförum þeirra sem hafa hag af því að Ísrael takist ætlunarverkið. „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ og gamaldags hefndarrök eiga eðlilega ekki við. Að hengja sig á voðaverkin 7. október sem réttlætingu á öllu því sem nú er að gerast gengur ekki upp. Málin eru mun flóknari en svo og „já en ...“ rök ganga ekki. Orðræða hins sterka (sjá síðar í þessum pistli) nær engu að síður að smita almenna umræðu. Afmennskun Palestínufólks blæðir nú inn í meginstrauminn, innræting sem er stunduð af miklum móð í sjálfu Ísrael, eitthvað sem gerir þessar aðgerðir „eðlilegar“ gagnvart þeim sem þar alast upp. En það eru viðhorfsbreytingar að eiga sér stað. Smálegar en samt áþreifanlegar. Af hverju? Jú, því fólki sem hefur fengið nóg af því sem það er að sjá fer einfaldlega fjölgandi. Því hryllir við óskapnaðinum. Getur ekki þagað lengur. Hefur breytt um skoðun og viðhorf. Þorir loks að tala, segja eitthvað og jafnvel leggjast í aðgerðir. Málsmetandi Gyðingar, frægðarfólk og fræðimenn m.a., eru farnir að stíga fram í auknum mæli og mótmæla svívirðunni. Á nákvæmlega sama tíma verður þetta æ grímulausara hjá Ísraelsstjórn. Formlegir fulltrúar þess, ráðherrar og hershöfðingjar, eru hættir að sykurhúða það sem þeim í brjósti býr. Palestínufólk er réttdræpt samkvæmt þeim og orðfærið í efstu lögum ríkistjórnarinnar er ógeðslegt. Það er eins og erindrekar Ísraels séu búnir að missa sig þar sem þeir hamra froðufellandi á æ ýktari aðgerðum gegn Palestínu. Á sama tíma er þeim afskaplega umhugað um ímynd landsins út á við, eitthvað sem er keyrt áfram með úthugsuðum áróðri. Það segir sig sjálft að með hverjum deginum verður þessi ráðahagur æ galnari. Einhvern tíma munum við furða okkur á því að Ísrael hafi leikið knattspyrnu og sungið í Eurovision á sama tíma og það var blóðugt upp fyrir axlir að slátra nágrönnum sínum. Ekki er tóm til að rekja hundrað ára kúgunarsögu Palestínu frekar. En athugum að vald hins sterka verður augljóst þegar rýnt er í viðbrögð þeirra sem standa hjá og gera ekki neitt sökum ótta við að styggja þann sem ofbeldinu beitir. Í ótta er hlutum afneitað, upp á þá snúið og þeir réttlætir. Í tilfelli Gaza erum við að horfa upp á fullkomlega lamað alþjóðasamfélag sem fylgist með háþróuðu herveldi murka lífið úr annarri þjóð fyrir tilstuðlan öflugasta herveldis heims, Bandaríkjanna, og það lyftir ekki litla fingri. Það er talað og ályktað (orðasalatið muniði) en aðgerðir eru engar. Bandaríkin eru leynt og ljóst á bremsunni hvað Gaza varðar og þau ráða ferðinni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef alþjóðalög henta ekki þeim sem ræður er einfaldlega litið framhjá þeim. Óttinn við Sám frænda og hvers hann er megnugur er ofboðslegur og hann læsir klónum í flest svið vestrænnar menningar; listalífið, háskólasamfélagið, markaði o.s.frv. Flaðrið upp um hann á opinberum fundum er þá algjört „cringe“ svo ég sletti. Ekki er staða mála því skapleg. Og það er til lítils að sækja ljóstýru í greinarlok finnst manni. Yfirgangssemi Ísraels fer eftir nákvæmlega sama handriti og allar þjóðernishreinsanir sögunnar og þjóðarmorðið tikkar í sömu sorglegu, fyrirsjáanlegu boxin. Þetta eru sömu meðulin, aðferðirnar og grimmdarhyggjan sem við höfum séð í öllum svona málum. En það má mótmæla, vekja máls á og standa með mennskunni. Það „vopn“ má vel brúka í þessum hörmungum og óskandi væri að sem flestir seilist eftir því. Og það helst í gær. Raddirnar eru nefnilega ennþá of mjóróma, veikar og fáar. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Palestínska ljóðskáldið Mosab Abu Toha hefur verið með ólíkindum duglegt að flytja okkur fréttir af stöðu mála í heimalandinu. Ódeigur með öllu lýsir hann þeim hryllingi sem fólk hans þarf að ganga í gegnum upp á hvern einasta dag. Tengdafaðir hans dó síðan fyrir stuttu vegna sprengjubrots sem hann fékk í höfuðið en Mosab, í áfalli eins og allir væru, heldur engu að síður áfram og það af aðdáunarverðum krafti. Daglegt líf í Palestínu undanfarna áratugi hefur verið þrotlaus barátta fyrir mennskunni. Í inngangsorðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, samþykkt á allsherjarþingi þeirra 10. desember 1948 segir m.a.: „Þar sem mannréttindi hafa verið vanvirt og smánuð hefur það leitt til siðlausra óhæfuverka, sem ofboðið hafa samvisku mannkynsins.“ Það er því merkilegt að þetta sama ár yfirgaf breski herinn Palestínu og í kjölfarið hrakti ísraelski herinn (IDF), stofnaður í maílok, 700.000 Palestínumenn af heimalandi sínu auk þess sem um 500 þorp voru lögð í eyði. Sjálft Ísrael hafði verið stofnað tveimur vikum fyrr eða rétt um hálfu ári áður en þessi fagurgali Sameinuðu þjóðanna var birtur. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég hugsa til Gaza í dag. Landsvæðið hefur mátt þola linnulausar árásir Ísraelshers í tæp tvö ár, dyggilega studdum af Bandaríkjaher og fleiri aðilum reyndar og hreinasta helvíti blasir við. Við fáum grafísk myndskeið daglega frá svæðinu auk þess sem óháðar stofnanir hafa ítrekað vakið máls á því að Ísrael sé að mölbrjóta öll alþjóðalög. Lítum til nokkurra staðreynda, áður en lengra er haldið, sem allar eru vottaðar af óháðum, alþjóðlegum stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Rauða krossinum, Amnesty International o.s.frv. Yfir 61.000 manns hafa verið drepin (hert hefur verið á slátruninni undanfarna daga, um 100 manns myrtir daglega). Aldrei hafa jafn mörg börn verið myrt á jafn stuttum tíma, þau limlest eða gerð munaðarlaus síðan mælingar á slíku hófust. Heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, tugir sjúkrahúsa hafa verið eyðilögð og allir háskólar á svæðinu eru sundursprengdir. Tæplega 200 blaðamenn hafa verið drepnir og þeim er ekki hleypt inn á svæðið. Heilbrigðisstarfsfólk deyr og sjúkrabílar eru sprengdir í loft upp, oft með með særða innanborðs. 90% af Gaza eru nú rústir einar auk þess sem fólk er að deyja úr hungri (staðfest af Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni). Palestínufólk sem leitar sér mataraðstoðar er þá skotið á færi. Takið eftir, þetta eru opinberar, sannanlegar tölur. Þetta er einfaldlega að gerast. Engu að síður fylgist lungi hins vestræna heims með eins og eitthvað annað sé í gangi. Líkt og siðleg viðmið um stríð og mannhelgi eigi ekki við einmitt þarna. Eins og Palestína sé undantekning. Og þarafleiðandi er ótrúlegasta orðasalat notað til að tala um hlutina, oft af sæmilega upplýstu fólki, orðræða sem engum dytti í hug að nota væru sömu hlutir að gerast á ... eigum við að segja ... þóknanlegra svæði? Í Þýskalandi er bannað að mótmæla þessu (spáið í því). Að benda á hið augljósa, segja frá því sem er að gerast kostar fólk æru, vinnu og það er þaggað niður í því. Og venjulega fylgja ásakanir um Gyðingaandúð, sú ómerkilega og auma smjörklípa, jafn aum og gamli fyrirvarinn um að Ísrael hafi rétt á að verja sig. Að stunda skipulögð dráp á saklausu fólki í tæp tvö ár er ekki að verja sig. Frásögnin af því sem er að gerast verður þannig skökk og hreinlega röng í meðförum þeirra sem hafa hag af því að Ísrael takist ætlunarverkið. „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ og gamaldags hefndarrök eiga eðlilega ekki við. Að hengja sig á voðaverkin 7. október sem réttlætingu á öllu því sem nú er að gerast gengur ekki upp. Málin eru mun flóknari en svo og „já en ...“ rök ganga ekki. Orðræða hins sterka (sjá síðar í þessum pistli) nær engu að síður að smita almenna umræðu. Afmennskun Palestínufólks blæðir nú inn í meginstrauminn, innræting sem er stunduð af miklum móð í sjálfu Ísrael, eitthvað sem gerir þessar aðgerðir „eðlilegar“ gagnvart þeim sem þar alast upp. En það eru viðhorfsbreytingar að eiga sér stað. Smálegar en samt áþreifanlegar. Af hverju? Jú, því fólki sem hefur fengið nóg af því sem það er að sjá fer einfaldlega fjölgandi. Því hryllir við óskapnaðinum. Getur ekki þagað lengur. Hefur breytt um skoðun og viðhorf. Þorir loks að tala, segja eitthvað og jafnvel leggjast í aðgerðir. Málsmetandi Gyðingar, frægðarfólk og fræðimenn m.a., eru farnir að stíga fram í auknum mæli og mótmæla svívirðunni. Á nákvæmlega sama tíma verður þetta æ grímulausara hjá Ísraelsstjórn. Formlegir fulltrúar þess, ráðherrar og hershöfðingjar, eru hættir að sykurhúða það sem þeim í brjósti býr. Palestínufólk er réttdræpt samkvæmt þeim og orðfærið í efstu lögum ríkistjórnarinnar er ógeðslegt. Það er eins og erindrekar Ísraels séu búnir að missa sig þar sem þeir hamra froðufellandi á æ ýktari aðgerðum gegn Palestínu. Á sama tíma er þeim afskaplega umhugað um ímynd landsins út á við, eitthvað sem er keyrt áfram með úthugsuðum áróðri. Það segir sig sjálft að með hverjum deginum verður þessi ráðahagur æ galnari. Einhvern tíma munum við furða okkur á því að Ísrael hafi leikið knattspyrnu og sungið í Eurovision á sama tíma og það var blóðugt upp fyrir axlir að slátra nágrönnum sínum. Ekki er tóm til að rekja hundrað ára kúgunarsögu Palestínu frekar. En athugum að vald hins sterka verður augljóst þegar rýnt er í viðbrögð þeirra sem standa hjá og gera ekki neitt sökum ótta við að styggja þann sem ofbeldinu beitir. Í ótta er hlutum afneitað, upp á þá snúið og þeir réttlætir. Í tilfelli Gaza erum við að horfa upp á fullkomlega lamað alþjóðasamfélag sem fylgist með háþróuðu herveldi murka lífið úr annarri þjóð fyrir tilstuðlan öflugasta herveldis heims, Bandaríkjanna, og það lyftir ekki litla fingri. Það er talað og ályktað (orðasalatið muniði) en aðgerðir eru engar. Bandaríkin eru leynt og ljóst á bremsunni hvað Gaza varðar og þau ráða ferðinni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef alþjóðalög henta ekki þeim sem ræður er einfaldlega litið framhjá þeim. Óttinn við Sám frænda og hvers hann er megnugur er ofboðslegur og hann læsir klónum í flest svið vestrænnar menningar; listalífið, háskólasamfélagið, markaði o.s.frv. Flaðrið upp um hann á opinberum fundum er þá algjört „cringe“ svo ég sletti. Ekki er staða mála því skapleg. Og það er til lítils að sækja ljóstýru í greinarlok finnst manni. Yfirgangssemi Ísraels fer eftir nákvæmlega sama handriti og allar þjóðernishreinsanir sögunnar og þjóðarmorðið tikkar í sömu sorglegu, fyrirsjáanlegu boxin. Þetta eru sömu meðulin, aðferðirnar og grimmdarhyggjan sem við höfum séð í öllum svona málum. En það má mótmæla, vekja máls á og standa með mennskunni. Það „vopn“ má vel brúka í þessum hörmungum og óskandi væri að sem flestir seilist eftir því. Og það helst í gær. Raddirnar eru nefnilega ennþá of mjóróma, veikar og fáar. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar