Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 16:59 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir að stjórnvöld verði að stíga harðar fram. Vísir/Samsett Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Ísraelsher drap í gær fimm blaðamenn sem voru við störf hjá fréttamiðlinum Al-Jazeera fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg, þar á meðal Anas al-Sharif. Blaðamannafélag Íslands (BÍ) sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gasaströndinni og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum. Í bréfinu, sem er undirritað af formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fordæmir BÍ harðlega morð Ísraelshers á blaðamönnum á Gasa, þar sem stjórnvöld í Ísrael hafi opinberlega viðurkennt að hafa viljandi beint árásum sínum að blaðamönnum. Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas fyrir stríð Ísraelsmenn héldu því fram í gær að al-Sharif hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en herinn hefur ekki rökstutt það með nokkrum hætti annað en að staðhæfa að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ sem sýni fram á að hann hafi verð útsendari Hamas. Samkvæmt BBC hafa fulltrúar hersins einnig bent á skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á Norður-Gasa en ríkismiðlinum hefur ekki tekist að sannreyna gögnin. Sigríður bendir á að al-Sharif hafi verið einn af fáum blaðamönnum sem miðluðu fréttum beint af vettvangi stríðsins enda hafi stjórnvöld í Ísrael neitað kerfisbundið alþjóðlegum fjölmiðlum um óháðan aðgang að Gasa. Þannig hafi Ísrael reynt að koma í veg fyrir að almenningur og alþjóðasamfélagið fái réttar og sannar upplýsingar um það sem þar er í gangi. Sigríður segir morðin á blaðamönnunum nýjasta dæmið um skipulagðar árásir Ísraelshers á þá blaðamenn sem hætta lífi sínu til að upplýsa umheiminn um framferði Ísraelshers gegn Gasabúum. Hún bendir á að hið minnsta 186 blaðamenn hafi verið drepnir á Gasa frá 7. október 2023, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Committee to Protect Journalists (CPJ). „Þjóðarmorð“ „Á sama tíma og Ísraelsher myrðir palestínska blaðamenn sem flytja fréttir frá Gaza og ísraelsk stjórnvöld koma í veg fyrir að erlendir blaðamenn og fréttamiðlar fái aðgang að vettvangi, fremja Ísraelsmenn þjóðarmorð á Palestínumönnum.“ Þá segir formaður blaðamannafélagsins að stjórnvöld beiti meðal annars hungri sem vopni sem valdi því að tugþúsundir barna og fullorðinna þjáist af vannæringu og margir hafi jafnvel látið lífið. Þrátt fyrir fjölmiðlabann Ísraelsmanna hafi ljósmyndir af vannærðum börnum og hungruðu fólki í biðröðum eftir matvælum frá hjálparstofnunum birst í erlendum og alþjóðlegum fréttamiðlum og vakið athygli heimsbyggðarinnar á þeim hryllingi sem Gasabúar búi við. Það sýni mikilvægi þess að blaðaljósmyndarar og aðrir fréttamenn fái aðgang að svæðinu til þess að geta milliliðalaust miðlað upplýsingum til almennings. „Meðal þeirra sem svelta á Gaza eru palestínskir blaðamenn sem eru einu blaðamennirnir sem hafa tækifæri til að miðla áfram staðreyndum og sönnunum á stríðsglæpum og mannréttindabrotum Ísraels,“ skrifar Sigríður. Sigríður segir BÍ fagna því að íslensk stjórnvöld hafi ásamt sjö öðrum ríkjum fordæmt þá ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar sem muni leiða til þess að mannúðarkrísan, sem er ein sú alvarlegasta á síðari tímum, muni versna enn frekar. „BÍ vill þó að íslensk stjórnvöld gangi skrefinu lengra og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi, innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og víðar, með það að markmiði að alþjóðasamfélagið „grípi til tafarlausra aðgerða til að stöðva þjóðarmorð á Gasa, skipulögð morð á blaðamönnum og tryggja vernd óbreyttra borgara.“ BÍ hvetur stjórnvöld enn fremur til að fordæma opinberlega skipulögð morð á blaðamönnum og krefjast óháðrar, alþjóðlegrar rannsóknar á öllum drápum Ísraelshers á blaðamönnum. Aukinheldur þurfi að knýja á um tafarlausa afléttingu á aðgangsbanni erlendra blaðamanna að svæðinu og tryggja öryggi þeirra og óhindraðan aðgang fréttamiðla að vettvangi. Þá sé nauðsynlegt að tryggja öryggi palestínskra blaðamanna á vettvangi og veita þeim stuðning og skjól. „BÍ kallar eftir því að íslensk stjórnvöld sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira