Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar