Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun