Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun