Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Samfylkingin Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun