Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 14:30 Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Við almenna umræða um aðild að ESB er gott að skoða einstaka hópa samfélagsins. Þar sem ég er í Öldrunarráði Viðreisnar hef ég sérstaklega verið að kanna og fá upplýsingar um áhrif aðildar að ESB á þau mál. Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB. Það þarf að fara vel yfir reglurnar sem Ísland þarf að innleiða og það tekur tíma og kostar aukalega í upphafi aðildar. En miðað við núverandi reglur innan ESB þá má benda á eftirfarandi sem styrkir stöðu eldri borgara þegar Ísland er aðili að ESB. 1. Fjárhagslegt öryggi Sterkari gjaldmiðill og lægri verðbólga: Aðild að ESB og upptaka evru myndi draga úr gengissveiflum og verðbólgu. Það skilar sér í stöðugri kaupmætti lífeyris og sparifjár eldri borgara. Lægra vaxtastig: Eldri borgarar búa oft við föst laun og hafa sparað eða eru með lán. Evran hefur almennt lægra vaxtastig en krónan, sem þýðir lægri vexti á skuldir og betri raunávöxtun á sparnað. ESB-styrkir og samstarf: Evrópa veitir fjármagn til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar sem Ísland gæti nýtt betur innan sambandsins. 2. Heilbrigði og velferð Betri aðgangur að Evrópskum heilbrigðisverkefnum: Ísland fengi aðild að sameiginlegum forvörnum, rannsóknum og nýjungum í heilbrigðismálum. Þetta skiptir máli þar sem Evrópa leggur mikla áherslu á öldrunarþjónustu og lífsgæði eldri borgara. Samræmdar gæðakröfur: ESB setur sameiginleg viðmið um þjónustu, öryggi og aðbúnað í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland myndi þurfa að fylgja þeim og þar með tryggja eldri borgurum meiri réttindi og samræmdrar þjónustu á landsvísu. 3. Ferðafrelsi og samfélagsleg virkni Ferðafrelsi innan ESB: Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. Heilbrigðisréttindi í Evrópu: Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis. Nám og menning: Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum. Ísland getur þar lagt til rannsóknir og niðurstöður frá Janus heilsueflingu. 4. Félagslegt réttlæti og samstaða Evrópsk réttindi: ESB leggur áherslu á mannréttindi, jafnræði og bann við mismunun. Eldri borgarar hefðu því skýrari vernd gegn mismunun á grundvelli aldurs. Þekkingarmiðlun og samstarf: Ísland gæti tekið þátt í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga í Evrópu sem miða að því að minnka einmanaleika, efla sjálfstæði og auka virkni eldri borgara. Aðild að ESB getur tryggt eldri borgurum meiri fjárhagslegan stöðugleika, betri heilbrigðisréttindi og aukið frelsi til ferðalaga og búsetu. Hún myndi líka efla þjónustu við þá með aðgangi að sameiginlegum evrópskum úrræðum og styrkjum. Mikilvægt er að opna faglega umræða um hugsanleg áhrif af aðild ESB. En það er alveg ljóst að raunverulegar niðurstöður koma ekki fram fyrr en í samningum við ESB sem Íslendingar kjósa um áður en til aðildar kemur. Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun