Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar 22. ágúst 2025 15:00 Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar